Á myndinni eru einnig: Ingimar Bjarnason, framkvæmdastjóri Hugbúnaðarsviðs hjá Origo, Kristín Hrefna Halldórsdóttir forstöðumaður gæða- og innkaupalausna, Maria Hedman vörueigandi CCQ, Þórdís Þórðardóttir þjónustustjóri, Ísleifur Örn Guðmundsson sölustjóri og Hildur Pálsdóttir sérfræðingur.
Þann 4. nóvember sl.. var notendaráðstefna á vegum Origo með yfirheitið Nýjungar í CCQ og reynsla gæðastjóra þar sem nýjungar sem auka yfirsýn og skilvirkni í CCQ voru kynntar og notendur CCQ deildu reynslu sinni og hugmyndum á sviði gæðastjórnunar.
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir gæðastjóri Reykjanesbæjar og Hrefna Gunnarsdóttir persónuverndarfulltrúi hjá Reykjanesbæ tóku þátt í pallborðsumræðum og deildu sinni reynslu og svöruðu spurningum.
Reykjanesbær tók upp gæðakerfið CCQ í janúar 2020 og hófst vinna við að ferla verkefni sveitarfélagsins og innleiða kerfi og stendur sú vinna enn þá yfir.