Nýr hönnunarstaðall og uppfært merki Reykjanesbæjar

Reykjanesbær hefur tekið í notkun nýjan hönnunarstaðal og uppfært merki sveitarfélagsins lítillega. Hönnunarstaðallinn var unninn í samstarfi við Hvíta Húsið og nýverið samþykktur í bæjarstjórn. Markmiðið með breytingunum er að styrkja sjónræna ímynd Reykjanesbæjar, efla samræmi í allri framsetningu og skapa nútímalegt og jákvætt yfirbragð.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Merkið: Súlan innan skjaldarins hefur verið minnkuð lítillega og fær rúnnaðri brúnir sem gefa merkinu mýkri og nútímalegri heildarsvip.
  • Letur: Aðalletur sveitarfélagsins verður áfram Circular Std, með Arial sem varaletur.
  • Litir: Blái litur Reykjanesbæjar hefur fengið aðeins ljósari blæ og nýir stoðlitir hafa verið innleiddir.
  • Kynningarefni: Blái ramminn, sem áður einkenndi markaðsefni bæjarins, verður felldur út. Í staðinn verður form úr skildinum í merkinu notað sem svokallað „fimmta formið“ sem leiðarljós í hönnun.

Með þessum breytingum er lögð áhersla á að ímynd Reykjanesbæjar sé nútímaleg, fagleg og í takt við þá þróun og vöxt sem á sér stað í samfélaginu.
Merkið og upplýsingar um notkun þess má nálgast á vef sveitarfélagsins:
Merki Reykjanesbæjar