Opnun sýningar á einkasafni Páls Óskars frestað vegna veðurs

Formlegri opnun á sýningunni „Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu“ verður frestað um sólarhring vegna slæmrar veðurspár. Áætlað var að opna sýninguna kl. 15:00 laugardaginn 14. mars. Ákveðið hefur verið að fresta opnuninni um sólarhring, til sunnudagsins 15. mars kl. 15:00. Aðrir liðir helgarinnar í Hljómahöll haldast óbreyttir.

Dagskrá:

LAU 14. mars – Opnun á Pallasýningu FRESTAST FRAM Á SUNNUDAG KL. 15.00 vegna veðurs.

LAU 14. mars - PALLABALL um kvöldið í Stapa lau 14. Mars STENDUR. Húsið opnar kl. 0.00 á miðnætti.
Miðasala á www.hljomaholl.is, á Rokksafni Íslands og við innganginn.

SUN 15. mars – Opnun á Pallasýningu kl. 15.00. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

SUN 15. mars – Páll Óskar og Jón Ólafsson með sitjandi tónleika í Stapa kl. 20.30.
Miðasala á www.hljomaholl.is, á Rokksafni Íslands og við innganginn.