Sossa Björnsdóttir listakona fékk menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2018. Hún sést hér taka við verðlaunum úr höndum Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra.
24.09.2019
Fréttir, Menning
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2019, Súlunnar. Tilnefningar þarf að senda fyrir 12. október á netfangið sulan@reykjanesbaer.is eða í Ráðhúsið, Tjarnargötu 12.
Tilnefna skal einstakling, hóp eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu. Rökstuðningur þarf að fylgja tilnefningu.
Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna hér