Á myndinni eru til vinstri Áshildur Linnet sérfræðingur hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu , Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, Guðmundur Ingi félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Ásta Kristín Guðmundsdóttir teymisstjóri alþjóðateymis Reykjanesbæjar og Gissur Pétursson ráðuneytisstjóri.
Félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og Reykjanesbær funduðu um fólk á flótta.
Kjartan Már bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Ásta Kristín Guðmundsdóttir teymisstjóri alþjóðateymis áttu góðan fund með félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær 14. september til að ræða málefni fólks á flótta.
Á fundinum kom fram að ráðuneytið hefur hafið viðræður við önnur sveitarfélög um þátttöku í samræmdri móttöku flóttafólks. Þátttaka annarra sveitarfélaga mun létta álagið á þeim fimm sveitarfélögum sem nú þegar taka á móti flóttafólki. Það er nauðsynlegt að fá fleiri sveitarfélög til að taka á móti flóttafólki og deila þannig ábyrgðinni.