Hér má sjá það svæði þar sem rafmagnsleysið mun hafa mest áhrif í Tjarnarhverfi.
Til stendur að fara í viðhaldsvinnu í dreifistöð HS Veitna við Tjarnarbakka Innri Njarðvík, fimmtudaginn. 29. ágúst nk. Það er því óhjákvæmilegt að fasteignir sem standa við Álfatjörn, Blikatjörn, Erlutjörn, Njarðarbraut, Stapabraut, Stekkjargötu, Tjarnarbakka og Tjarnarbraut verði án rafmagns á meðan á vinnu stendur. Gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl. 00:00 og rafmagn verði komið á aftur eigi síðar en kl. 05:00 að morgni fimmtudagsins.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum HS Veitna.