Reykjanesbær fékk styrk úr samfélagssjóði Isavia

Adam Calicki tekur hér á móti styrknum úr samfélagssjóði Isavia sem afhentur var af Sigurður Ólafss…
Adam Calicki tekur hér á móti styrknum úr samfélagssjóði Isavia sem afhentur var af Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóra mannauðssviðs.

Reykjanesbær fékk í vikunni styrk úr samfélagssjóði Isavia til að standa straum af kostnaði við pólska menningarhátíð sem haldin var í nóvember sl. Hátíðin var í tilefni 100 ára sjálfstæðis Póllands.

Það var Adam Calicki sem tók á móti styrknum fyrir hönd Reykjanesbæjar. Adam og eiginkona hans Katarzyna Calicki voru í hópi sjálfboðaliða af pólskum uppruna sem komu að undirbúningi og skipulagningu hátíðarinnar. Í þeirra hlut kom m.a. að setja upp sýningu á pólskri menningu í myndum og munum.
Sýning þeirra hjóna vakti athygli pólsku sendiherrahjónanna, Gerards Pokruszynski og Margheritu Bacigalupa-Pokruszynska, sem voru viðstödd menningarhátíðina.
Adam og Kartarzynu var í framhaldi boðið að setja hluta sýningarinnar upp í jólaboði sem haldin var í sendiráðinu í desember sl.

Reykjanesbær þakkar Isavia fyrir veittan styrk, einnig Airport Associates, Bláa lóninu, Félagi iðn- og tæknigreina á Suðurnesjum, Verkalýðs- og sjómannafélagi Suðurnesja og Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Kóda, Gallerí Keflavík, Vibes og Library Bistro er einnig þökkuð þeirra aðkoma að hátíðinni.

POLSKI:

W tym tygodniu, miasto Reykjanesbær otrzymało grant od przedsiębiorstwa Isavia na pokrycie kosztów, związanych z organizacją Dnia Kultury Polskiej, który odbył się w listopadzie ubiegłego roku. Wydarzenie upamiętniło setną rocznicę odzyskania przez Polskę niepodległości.

W imieniu Reykjanesbær grant odebrał Adam Calicki. Adam wraz ze swoją żoną Katarzyną byli wśród wolontariuszy, którzy organizowali Dzień Kultury Polskiej. Przygotowana przez nich wystawa zrobiła wrażenie na Ambasadorze Polski Gerardzie Pokruszyńskim oraz jego żonie Marghericie Bacigalupo-Pokruszyńskiej, którzy również wzięli udział w wydarzeniu.

Adam i Katarzyna zostali zaproszeni przez Pana Ambasadora do zaprezentowania podobnej wystawy podczas Koncertu Kolęd, który odbył się w Ambasadzie w Reykjavíku w grudniu ubiegłego roku.

Miasto Reykjanesbær składa podziękowania przedsiębiorstwu Isavia za wsparcie w formie grantu, ale także dziękuje firmom Airport Associates, Blue Lagoon, Félagi iðn- og tæknigreina á Suðurnesjum, Verkalýðs- og sjómannafélagi Suðurnesja oraz Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Za zaangażowanie w organizację wydarzenia dziękujemy również firmom The Code, Gallery Keflavík, Vibes i Library Bistro.

Picture description: Adam Calicki odbiera grant od przedsiębiorstwa Isavia (z funduszu społecznego), z rąk Pana Sigurðura Ólafssona - dyrektora zarządzającego zasobami ludzkimi.

Hér má sjá mynd af hópnum sem tók á móti styrkjum úr samfélagssjóði Isavia á þriðjudag