Reykjanesbær hefur samið við Vodafone um fjarskiptaþjónustu, en samningur þess efnis var undirritaður í síðustu viku. Samkvæmt honum annast Vodafone alla fjarskiptaþjónustu við sveitarfélagið og undirstofnanir þess, þ.m.t. skóla og leikskóla, næstu fjögur árin.
Samningurinn var gerður að undangenginni verðkönnun meðal símafyrirtækjanna. Með samningnum nær Reykjanesbær fram verulegri hagræðingu í fjarskiptakostnaði, en sveitarfélagið og forverar þess hafa þar til nú ávallt nýtt sér þjónustu sama fjarskiptafyrirtækisins.
Mynd: Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Ómar Svavarsson forstjóri Vodafone við undirritun samningsins.