Duus Safnahús eru roðagullin þessa dagana.
Reykjanesbær hefur frá 25. nóvember sl. tekið þátt í alþjóðlegu átaki sem hefur það að markmiði að útrýma ofbeldi gegn konum og stúlkum. Appelsínugulur litur er notaður sem sameinandi litur um allan heim, en hann táknar bjartari framtíð án kynbundins ofbeldis. Nokkrar af byggingum Reykjanesbæjar hafa verið lýstar upp með appelsínugulum lit og bærinn þannig verið þátttakandi í roðagyllingu heimsins.
Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, hófst alþjóðlegt 16 daga átak sem nefnist Orange the world eða Roðagyllum heiminn á íslensku. Fram til 10. desember, sem er alþjóðlegi mannréttindadagurinn, munu ýmis mannúðarsamtök um allan heim roðagylla heiminn í þeirri von að hægt verði að binda enda á ofbeldi gegnum konum og stúlkum. Kynbundið ofbeldi er eitt útbreiddasta og mest meiðandi mannréttindabrot í heiminum í dag.
Soroptimistar hafa tekið þátt í verkefninu og í ár tóku klúbbar landsins sig saman og settu kraft í átakið. Soroptimistklúbbur Keflavíkur hvatti fyrirtæki og stofnir í Reykjanesbæ til þátttöku . Reykjanesbær tók vel í þá hvatningu ásamt mörgum fyrirtækjum og stofnunum í Reykjanesbæ sem nú lýsa upp byggingar sínar með appelsínugulum lit.