Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, að afhenda Jóni Kr. Ólafssyni þakklætisvott.
Rokksafn Íslands opnaði í gær nýja sérsýningu sem heitir Melódíur minninganna & Jón Kr. Ólafsson við hátíðlega athöfn.
Sýningin fjallar um söngvarann Jón Kr. Ólafsson og tónlistarsafn hans Melódíur minninga sem staðsett er á Bíldudal. Búið er að stilla upp fjölmörgum munum sem Jón hefur safnað í gegnum tíðina og var áður í eigu tónlistarfólks á borð við Ellý Vilhjálms, Ragga Bjarna, Hauki Morthens, Svavari Gestssyni, Stuðmönnum ásamt munum frá Jóni sjálfum. Gestir geta þannig ferðast aftur í tímann og gleymt sér í hugljúfum tónlistarminningum frá fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum.
Með aðstoð tækninnar geta gestir sýningarinnar jafnframt skroppið til Bíldudals og upplifað tónlistarsafnið Melódíur minninganna í gegnum gagnvirkan sýndarveruleika. Þetta er sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Reykjanesbær þakkar Jóni Kr. Ólafssyni kærlega fyrir munina og sem þakklætisvott afhenti Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, honum stein sem búið var að áletra.
Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahöll.
Jónatan Garðarson, handristhöfundur sýningarinnar.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Kjóll af Ellý Vilhjálms
Hluti af sýningunni Melódíur minninganna & Jón Kr. Ólafssonar
Þakklætisvottur sem Reykjanesbær færði Jóni Kr. Ólafssyni
Ingimar Oddsson og félagar.