Bæði viðtölin og fræðslufundurinn fer fram í Fjölskyldusetrinu við Skólaveg 1.
Einstaklingsviðtöl SÁÁ
Tvo mánudaga í mánuði eru viðtöl í boði hjá ráðgjafa á vegum SÁÁ. Viðtölin eru ætluð þeim einstaklingum sem eiga við áfengis- og fíknivanda og aðstandendum. Viðtölin eru einstaklingum að kostnaðarlausu. Til að bóka tíma hafið samband við þjónustuver Reykjanesbæjar í síma 421-6700.
Viðtölin fara fram í Fjölskyldusetrinu við Skólaveg.
„Hverjir fá fíknisjúkdóm?“ Fræðslufundur SÁÁ
Fræðslufundurinn „Hverjir fá fíknisjúkdóm?“ verður haldinn á vegum SÁÁ 2.desember kl 16:30 í Fjölskyldusetrinu við Skólaveg. Áætlað er að fundurinn taki um klukkutíma. Fjallað verður almennt um fíknisjúkdóminn, um áhættuþætti samanborið við verndandi þætti og hvernig sjúkdómurinn er greindur.
Fræðslan er opin öllum svo sem þeim sem eru áhugasamir um efnið, fólki með fíknisjúkdóm, aðstandendum og fagfólki. Fræðslan er að kostnaðarlausu.