Frá setningu Ljósanætur árið 2016
29.08.2018
Fréttir, Menning
Ljósanótt verður sett í 19. sinn í dag. Setningarathöfnin er nú orðin að stórri fjölskylduskemmtun síðari hluta dags. Athöfnin fer fram í skrúðgarðinum í Keflavík miðvikudaginn 29. ágúst kl. 16:30.
Dagskráin verður sem hér segir:
- Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lokkar fólk á staðinn frá kl. 16:00 með fallegri tónlist
- Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ávarpar gesti
- Samkór nemenda úr grunnskólum bæjarins syngur lögin Ljósanótt og Meistari Jakob
- Ingó veðurguð
- Jóhanna Guðrún
- Ljósanæturfáninn drenginn að húni
- Risaboltar í einkennislitum skólanna svífa yfir hópinn