Skemmtilegir viðburðir á Bókasafninu fyrir alla fjölskylduna

Það er nóg um að vera á Bókasafni Reykjanesbæjar í sumar með fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum fyrir alla fjölskylduna. Sumarið hefur þegar verið viðburðaríkt með vinsælum viðburðum eins og steinaföndri, bókamerkjagerð og skemmtilegum ratleik fyrir alla fjölskylduna tengdum bókinni um Diddu og dauða köttinn, sem stendur til 9. september. Einnig er sumarsýningin Náttúruupplifun fyrir börn og fjölskylduropin og mun standa yfir í allt sumar. Og ekki má gleyma sumarlestrinum þar sem að með hverri lesinni bók safna nemendur skrauti í einkennislit skólans síns sem hengja má upp á vegg sýningarsalarins. Hér eru nokkrir spennandi viðburðir sem eru fram undan:

Vinabandagerð
Í dag þriðjudaginn 17. júlí, kl. 13:00, geta fjölskyldur og vinir komið saman og átt notalega stund og föndrað vinabönd á Bókasafninu. Allt efni er á staðnum!

Harry Potter dagurinn
Harry Potter dagurinn verður haldinn hátíðlegur 31. júlí og verður töfrandi upplifun fyrir alla. Boðið verður upp á ratleik um allt safnið með spennandi þrautum og skreytingum úr galdraheiminum. Einnig verður boðið upp á Harry Potter föndur og þrautir alla vikuna.

Skrímslagerð
Bókasafnið býður ykkur að föndra lítil dúskaskrímsli 6. ágúst úr allskonar föndurefni sem verður á staðnum. Þessi viðburður er tilvalinn fyrir þá sem vilja láta sköpunargáfuna njóta sín.

Allir viðburðir Bókasafnsins eru ókeypis og öll hjartanlega velkomin! Við minnum á að fylgjast með miðlum Bókasafns Reykjanesbæjar og Visit Reykjanesbær fyrir nánari upplýsingar um komandi viðburði. Njótið sumarsins með okkur á Bókasafninu. 

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR      

VISIT REYKJANESBÆR