Vefurinn fristundir.is er kominn í loftið. Á vefnum er hægt að nálgast það sem í boði er fyrir börn og ungmenni í Reykjanesbæ sumarið 2021. Einnig er hægt að skoða námskeið sem hægt er að skrá sig á í Grindavík, Vogum og Suðurnesjabæ.
Nú hafa flestir sent inn þau námskeið sem verða haldin en þó má búast við að fleiri námskeið líti dagsins ljós á næstu dögum. Þau félög eða klúbbar sem áforma að bjóða börnum, ungmennum og/eða öðrum íbúum í Reykjanesbæ upp á tómstunda- og/eða leikjanámskeið eða aðra afþreyingu í sumar - vinsamlegast sendi upplýsingar til Íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is sem allra fyrst. Endilega sendið myndir með.
Það verður margt í boði fyrir börn og ungmenni í Reykjanesbæ í sumar og hvetjum við alla til þess að nýta það fjölbreytta úrval sem í boði er.