Hljómsveitin SkyReports sigraði á Rokkstokk 2010 sem fór fram í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ laugardaginn 20. febrúar 2010. Keanu lenti í öðru sæti og Reason To Belive var valin besta hljómsveitin af áhorfendum.
Það eru gítarleikarinn og söngvarinn Brynjar Freyr Níelsson, trommuleikarinn Ívar Marteinn Kristjánsson og bassaleikarinn og söngvarinn Davíð Þór Sveinsson sem skipa SkyReports, en þeir eru allir frá Reykjanesbæ. Í verðlaun hlutu þeir veglegan verðlaunagrip sem var gefinn af Plexigleri, upptökutíma frá Geimsteini auk gjafabréfa frá Tónastöðinni og Langbest.
Hljómsveitarkeppnin Rokkstokk var tekin upp af Rás 2 og verður hægt að heyra afraksturinn af því í Skúrnum sem verður sendur út á Rás 2 fimmtudaginn 25. febrúar kl. 22:00.
SamSuð, sem samstarfsvettvangur félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, stendur fyrir Rokkstokk. Keppnin var nú haldin eftir 11 ára hlé, en hún fór síðast fram árið 1999. Samstarfsaðilar SamSuð að verkefninu eru Rás 2, Geimsteinn og Víkurfréttir auk þess sem Menningarráð Suðurnesja styrkti Rokkstokk 2010.
Kv,