SOS- námskeið fyrir foreldra - örfá sæti laus

Frá lestrarstund í Njarðvíkurskóla.
Frá lestrarstund í Njarðvíkurskóla.

Miðvikudaginn 17. apríl hefjast SOS-námskeið fyrir foreldra  í Reykjanesbæ, í Akurskóla,  kl. 17:30 og 20:00

Foreldrum í Reykjanesbæ stendur til boða uppeldisnámskeiðið SOS - Hjálp fyrir foreldra - þeim að kostnaðarlausu.

SOS námskeiðin eru ætluð foreldrum og þeim sem starfa sem börnum á aldrinum 2-12 ára. Námskeiðin hafa verið kennd í Reykjanesbæ frá árinu 2000 með jákvæðum árangri og hafa um 1200 foreldrar og starfsfólk leik- og grunnskóla sótt námskeiðið í Reykjanesbæ.

Námskeiðinu er ætlað að kenna foreldrum að hjálpa börnum sínum að bæta hegðun sína og tilfinningalega og félagslega aðlögun. Á námskeiðinu er m.a. fjallað um hvers vegna börn eru þæg eða óþæg, hvernig skýr skilaboð efla foreldrahlutverkið og farið er yfir helstu aðferðir til að stöðva slæma hegðun og auka góða hegðun.
Kennt er einu sinni í viku í sex vikur. Hægt er að skrá sig á námskeiðið í símum 525 4545 og 525 4544.

Sjá nánar um SOS í grein eftir Gylfa Jón Gylfason fræðslustjóra Reykjanesbæjar: http://www.reykjanesbaer.is/files/ymislegt/sos-namskeid/sos(1).pdf