Unnið að verkinu, f.v. Ragnhildur Stefánsdóttur, Inga Ragnarsdóttir og Friðrik Örn.
Þessa dagana er verið að endurgera Stapann, hið fornfræga samkomuhús Suðurnesjamanna.
Stapinn verður fyrsti hluti Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ sem tekinn verður í notkun en Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Poppminjasafn Íslands munu fylgja í kjölfarið á næstu mánuðum. Mikið kapp er lagt á að ljúka framkvæmdum við Stapann fyrir formlega opnunarhátíð sem áætluð er í byrjun mars og meðal þess sem nú er unnið við er hreinsun og viðgerð á stærsta hraunkeramikverki landsins en verkið tekur yfir eina 20 fermetra.
Þar er um að ræða verkið Árdægur eftir listamanninn Ragnar Kjartansson heitinn sem sett var upp árið 1965. Ragnar vann verkið úr leir og hraunsalla af Reykjanesinu og var Ragnar einmitt upphafsmaður hraunkeramiks á Íslandi. Árdægur var farið að láta á sjá eftir árin 45 og tóku myndhöggvararnir Ragnhildur Stefánsdóttir og Inga Ragnarsdóttir, dóttir listamannsins, að sér að hreinsa og gera við verkið, þeim til aðstoðar var Friðrik Örn.