Stefna í málefnum eldri borgara hefur litið dagsins ljós

Frá framtíðarþingi á Nesvöllum 2017. Ingrid Kuhlman ávarpar þinggesti
Frá framtíðarþingi á Nesvöllum 2017. Ingrid Kuhlman ávarpar þinggesti

Stefna í málefnum aldraðra leggur áherslu á forvarnir í víðasta skilningi, s.s. heilsueflingu, aðstoð og stuðningsþjónustu. Þetta kemur fram í stefnu í málefnum eldri borgara sem nýverið leit dagsins ljós. Þá hefur verið unnið úr framtíðarþingi um farsæl efri ár sem haldið var á Nesvöllum í apríl 2017 undir stjórn Ingrid Kuhlman hjá Þekkingarmiðlun. Þátttakendur eru sammála um að gott sé að búa í Reykjanesbæ. Samfélagið sé lítið, fólk þekkist innbyrðis og haldi vel utan um hvert annað. Velferðarþjónustan stendur frammi fyrir nýjum áskorunum í málefnum aldraðra. Framþróun á sér stað um hugmyndafræði, orðræðu og tækninýjungum í þjónustu eldri borgara. Þá er málaflokkurinn ört vaxandi, enda fjölgar eldri borgurum stöðum við bætt lífskjör. Að sama skapi breytist aldurssamsetning þjóðarinnar, eins og bent er á í inngangi stefnunnar. 

Árið 2016 var ákveðið að hefja undirbúning að stefnumótun í málefnum aldraðra í Reykjanesbæ. Við vinnuna var megináhersla lögð á það sjónarmið að íbúar geti sem lengst lifað sem eðlilegustu heimilislífi á eigin heimili. Þá skiptir máli að þjónusta standi til boða þannig að svo megi vera. Stofnaður var starfshópur til að vinna að stefnunni.

Reykjanesbær vel staðsettur og stutt í alla þjónustu

 

Á vormánuðum 2017 var haldið framtíðarþing um farsæl efri ár á Nesvöllum. Markmið þess var að skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál. Draga fram væntingar, viðhorf og hugmyndir um hvernig stuðla megi að farsælum efri árum íbúa í Reykjanesbæ.

Ingrid Kuhlmann hjá Þekkingarmiðlun stýrði þinginu og dró saman helstu niðurstöður. Þar kemur m.a. fram að þátttakendum finnst gott að búa í Reykjanesbæ. Það sé vel staðsett og stutt sé í alla þjónustu. Einnig fannst þátttakendum gott að hafa aðgang að góðum og skemmtilegum gönguleiðum, líkamsræktartækjum á útisvæði og upphitaðri Reykjaneshöll allt árið um kring.

Þátttakendum þykir þú brýnt að fjölga búsetuúrræðum svo eldri borgara geti dvalið heima eins lengi og þeir vilja. Efla þurfi heilsugæslu svo allir fái sinn heimilislækni. Mikilvægt þykir þátttakendum að rödd eldri borgara heyrist og skapa þurfi vettvang til þess. Í þessu sambandi má geta þess í lokin að nýskipað hefur verið í öldungaráð, sem fljótlega tekur til starfa