Útsvarsliðið í sjónvarpssal.
Að minnsta kosti er stefnan tekin á sigur á liði Fjarðabyggðar í spurningakeppni sveitarfélaganna í beinni útsendingu á RÚV kl. 20.25 á föstudagskvöld. Gerist það kemst lið Reykjanesbæjar, skipað þeim Baldri Guðmundssyni, Guðrúnu Ösp Theodórsdóttur og Grétari Sigurðssyni, í 8 liða úrslit keppninnar. Þau slógu lið Reykjavíkur út með glæsibrag í fyrstu umferð með 87 stigum gegn 60 og eru til alls vís eins og við þekkjum. Lið Fjarðabyggðar hafði hins vegar betur gegn Ásahreppi með 54 stigum gegn 51.
Við sendum liði Reykjanesbæjar góða strauma og hvetjum bæjarbúa til að fylgjast með á föstudag því við stefnum hátt í Útsvari.