Við skiptum Reykjanesbæ upp í fjögur svæði
Stóri plokkdagurinn fer fram laugardaginn 25. apríl og við ætlum að vera með!
Reykjanesbær og Blái herinn hafa tekið höndum saman og sett markmiðið á að vel takist til með að hreinsa bæjarfélagið.
Til að auðvelda skipulagningu dagsins hafa starfsmenn Umhverfissviðs og Blái Herinn skipt Reykjanesbæ upp í fjögur svæði og er tilgangur með skiptingunni er að á þessum svæðum eru tilgreind söfnunarsvæði. Íbúum er auðvitað velkomið að flakka á milli svæða.
Söfnunarstaðir í Reykjanesbæ eru eftirfarandi:
- Blár (Keflavík/Njarðvík) = Fyrir framan Reykjaneshöll
- Gulur (Innri Njarðvík) = Akurskóli
- Fjólublár (Ásbrú) = Leikskólinn Völlur
- Hafnir - Félagsheimilið
Við hvetjum íbúa og starfsmenn Reykjanesbæjar til að taka þátt í STÓRA PLOKKDEGINUM og jafnvel taka vikuna í þetta enda hjálpar það eflaust til við að virða tveggja metra regluna og um leið má koma í veg fyrir hópamyndun.
Plokk á Íslandi bendir á nokkur góð heilræði fyrir helgina:
- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
- Hafa hanska, plokkur og ruslapoka við höndina meðan á plokki stendur
- Klæða sig eftir aðstæðum
- Virðum tveggja metra regluna
Blái herinn mun dreifa sekkjum á söfnunarstaði þar sem plokkarar geta komið frá sér ruslinu sem plokkað er. Starfsmenn Reykjanesbæjar og Blái herinn munu svo tæma og fjarlægja sekkina þegar átakið er búið.
Koma svo allir að taka þátt !