Vilt þú sækja um styrk í menningarverkefni?

Myndlistarsýning í Listasafni Reykjanesbæjar - Duus safnahús
Myndlistarsýning í Listasafni Reykjanesbæjar - Duus safnahús

Vilt þú sækja um styrk í spennandi menningarverkefni? Við auglýsum eftir umsóknum í Menningarsjóð Reykjanesbæjar

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar auglýsir eftir umsóknum um tvenns konar styrki sjóðsins. Annars vegar er um að ræða þjónustusamninga við menningarhópa og hins vegar verkefnastyrki til menningartengdra verkefna. Umsóknum þarf að skila rafrænt í síðasta lagi 14. febrúar nk. í gegnum Mitt Reykjanes. Eftir innskráningu er smellt á Umsóknir á forsíðu og svo á viðeigandi umsókn undir Stjórnsýsla – Menningarmál.

Þjónustusamningar við menningarhópa

Ákveðnu fjármagni verður varið í þjónustusamninga við menningarhópa í bæjarfélaginu árið 2022 eins og verið hefur. Um ýmis konar þjónustu af hálfu menningarhópanna getur verið að ræða, s.s. þátttöku í viðburðum, námskeiðahald o.fl. í þeim dúr gegn ákveðinni greiðslu.

Hópar sem þegar eru með þjónustusamninga eru beðnir um að skila samantekt um starfsemi liðins starfsárs með umsókn sem rökstuðningi fyrir endurnýjun samnings.

Verkefnastyrkir til menningartengdra verkefna

Ákveðnu fjármagni verður varið í ýmis menningartengd verkefni á árinu 2022 sem miða að því að efla menningarlíf í Reykjanesbæ með fjölbreyttum hætti. Í umsókn þarf að koma fram greinargóð lýsing á verkefni og kostnaðaráætlun. Einstaklingar, hópar eða félagasamtök geta sótt um.

Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri Reykjanesbæjar í síma 421 6700 eða í gegnum netfangið sulan@reykjanesbaer.is