Hægri hlið ráðhúss Reykjanesbæjar með Stjörnuþokusmið eftir listamanninn Erling Jónsson í forgrunni.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum á þriðjudag reglur sem heimila sveitarfélaginu veitingu styrkja til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum. Um er að ræða starfsemi æskulýðs- og/eða mannúðarsamtaka sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
Heimild sveitarfélaga til undanþágu frá greiðslu fasteignaskatts er að finna í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Þar er jafnframt ákvæði um að sveitarstjórnum sé skylt að setja reglur um beitingu þessa ákvæðis.
Styrkur til greiðslu fasteignaskatts getur að hámarki numið upphæð álagðs fasteignaskatts fyrir árið 2019. Styrkur til greiðslu fasteignaskatts af lóð reiknast í sama hlutfalli og af húsnæði. Allar nánari upplýsingar er að finna í reglunum. Með því að smella á þennan tengil opnast Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019. Með umsókn skal fylgja ársreikningur 2018, lög félagsins og stutt greinargerð um starfsemina. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið skjaladeild@reykjanesbaer.is merktum „Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.“