Suðurnesin: Sílikondalur Íslands

Einkennismynd Startup Iceland
Einkennismynd Startup Iceland

Ráðstefnan Startup Iceland verður haldin þann 30. maí næstkomandi í menningarhúsinu Andrews á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Á Startup Iceland ráðstefnunni koma saman frumkvöðlar, fjárfestar og fyrirmenni hvaðanæva af úr heiminum til þess að efla þróun sjálfbærra vistkerfa fyrir sprotafyrirtæki (e. Startup ecosystems). Á ráðstefnunni er skoðað með heildrænum hætti allt umhverfi (vistkerfi) sprotafyrirtækja: t.d. fjárfesta, stoðfyrirtæki, og opinbera aðilar og skoðað hvernig þetta vistkerfi getur orðið eins öflugt (og sjálfbært) og mögulegt er.

Fyrsta Startup Iceland ráðstefnan verður haldin þann 30. maí 2012, í Andrews leikhúsi á Ásbrú. Þessi alþjóðlegi atburður teflir saman frumkvöðlum, fjárfestum og fyrirmönnum úr nokkrum heitustu nýsköpunarsamfélögum heims. Ísland býr yfir miklum nýsköpunar- og frumkvöðlakrafti og er í stakk búið til að verða áhrifamikill þáttakandi í nýsköpun á heimsvísu. Startup Iceland ráðstefnan leitast við að efla alþjóðleg áhrif Íslands og tengja frumkvöðla og aðra aðila í nýsköpun til að efla sjálfbæra efnahagslega (vistkerfa) þróun á heimsvísu.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun opna ráðstefnuna með setningarávarpi. Dagskrárefni ráðstefnunnar eru m.a. árangur og erfiðleikar íslenskra frumkvöðla, mikilvægi styrkja og fjárhagslegra tækifæra í nýsköpun, nýsköpun í orkunýtingu og nýting sjálfbærra orkulinda, hið nýja frumkvöðlaendurreisnartímabil og nýting á samfélagsmiðlum til að knýja áfram vörumerki, og hvernig mismunandi svæði á Íslandi geta búið til frjósaman jarðveg fyrir kraftmikla frumkvöðla. Þátttakendur í Startup Iceland koma frá Íslandi, Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu, Asíu, Skandinavíu og Suður-Afríku.

„Ísland er frábær staður til að hleypa af stokkunum nýjum hugmyndum og halda ráðstefnu til að koma af stað nýju Sprotasamfélagi. Ísland hefur framúrskarandi innviði, góða sögu um nýsköpun og frumkvöðlastarf, og ungt og vel menntað fólk. Ísland er lítið, og þar af leiðandi styttri leiðir og hraðari þróun á vöru, sem er einstakur eiginleiki sem við ætlum að nota sem dæmisögu fyrir önnur samfélög á fyrstu Startup Iceland ráðstefnu okkar" sagði stofnandi Startup Iceland, Bala Kamallakharan.

Auk Startup Iceland ráðstefnunnar þann 30.maí nk., munu þátttakendur fá tækifæri til að taka þátt í Hackathon samkeppni þann 29. maí nk. í Háskólanum í Reykjavík, eiga fundaröð með leiðandi áhrifaaðilum í Startup samfélaginu á Íslandi, ásamt spennandi tengiliðatækifærum sem svona vettvangur skapar þátttakendum.

Fyrirlesarar á Startup Iceland ráðstefnunni eru:

  • Alison MacNeil, forstjóri, GogoYoko
  • Brad Burnham, stofnandi, Union Square Ventures
  • Brad Feld, framkvæmdastjóri, Foundrey Group
  • Eiríkur Hrafnsson, forstjóri, GreenQloud
  • Gunnar Hólmsteinn, framkvæmdastjóri, CLARA
  • Helga Valfells, MD, NSA, Nýsköpunarsjóður Íslands
  • Hilmar B. Janusson, EVP R&D, Össur
  • Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri, CCP
  • Hilmir Ingi Jónsson, forstjóri, Remake Electric
  • Ísak Kato, fjármálastjóri, Verne Global
  • Matt Wilson, Co-Founder, Under30CEO
  • Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands
  • Rakel Sölvadóttir, stofnandi, Skema
  • Rebeca Hwang, forstjóri, younoodle.com
  • Rebecca Kantar, stofnandi og forstjóri, BrightCo.
  • Sarah Prevette, stofnandi og forstjóri, Sprouter.com og BetaKit
  • Ted Zoller, Kauffman Foundation Senior Fellow

Startup Iceland nýtur góðs af stuðningi eftirtalinna aðila:

  • Arion banki
  • Auromatrix
  • Auro Investment Partners
  • Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar
  • Icelandair
  • Icelandic Glacial
  • Innovit
  • Kosmos og Kaos
  • GRE.is
  • Bandaríska Sendiráðið
  • Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins
  • Háskólinn í Reykjavík
  • Keilir og fleiri.

Um Startup Iceland

Startup Iceland ráðstefnan er árleg ráðstefna á Íslandi þar sem leiðtogar í alþjóðlegu Startup samfélagi koma saman til að vinna saman að sköpun á sjálfbærum vistkerfum sprotafyrirtækja á heimsvísu. Fjárfestirinn Bala Kamallakharan stofnað Startup Iceland árið 2012 til að sýna fram á kraftmikið sjálfbært sprotasamfélag á Íslandi og stuðla að þróun á áhrifamesta Startup neti á heimsvísu. Frekari upplýsingar má nálgast á http://2012.startupiceland.com/