Þjóðhátíðarræða 2019 á þremur tungumálum

Ungur snáði á 17. júní með fígúrum úr Ávaxtakörfunni.
Ungur snáði á 17. júní með fígúrum úr Ávaxtakörfunni.

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ flutti hátíðarræðu dagsins þann 17. júní 2019.

Hilma bað hátíðargesti um að muna hlýlega eftir sjálfum sér, þeim sem þeim þykir vænt um, öðrum meðborgurum, samfélaginu og umhverfinu.

Þannig getum við gert hvern dag betri og eflt það samfélag sem við óskum okkur helst að deila með öðrum.

*english below*

** wersja polski poniżej**

 ...

Gleðilega hátíð!

Til hamingju með 75 ára lýðveldishátíð! Til hamingju með lýðræðið!

Ég þakka þann heiður sem mér er sýndur með því að fá að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins með þessum  virðulega hætti.

Takk.

Ég á minningar af hátíðarhöldum í þessum sama skrúðgarði frá því að ég var stelpuskott og sýndi hér fimleika. Sum atriðin okkar voru langdregin og önnur lítið áhugaverð en stundum vorum við ferlega flottar og skemmtilegar. Ég er þakklát þessari reynslu og í dag er ég viss um að hún hafi haft meiri áhrif á mig en ég hef áður talið.

Þátttaka í samfélaginu er öllum mikilvæg. Okkur er það mikilvægt að vera gildandi í því samfélagi sem við búum í og fá að tilheyra. Það hef ég alltaf fengið og er meðvituð um þau forréttindi.

Við sem erum í þessum forréttindahópi ættum að leggja okkur fram um að skapa rými fyrir aðra – aðra sem er það meiri áskorun að taka þátt og tilheyra. Ef allir fá að tilheyra og vera hluti af heildinni myndum við heild – aðeins þannig. Og það er það sem við viljum vera. Við viljum vera HEILD. Þessi gildi getum við aðeins ræktað með hlýju.

Með hlýju í garð samfélagsins – hlýju í garð náungans – hlýju í garð umhverfisins.

Samfélag okkar er fjölmenningarsamfélag og það ætti því að vera okkur öllum óhjákvæmilegt að vera í persónulegum samskiptum við fólk af ólíkum uppruna. Ástæða þess að ég nefni þetta á þessari stund er sú að það hefur sýnt sig að persónuleg tengsl og vinátta er lykillinn að jákvæðu og vinsamlegu samfélagi.

Samfélag sem einkennist af virðingu gagnvart meðborgurum er HLÝTT samfélag.

Um daginn rakst ég á ljóð eftir Stefán Finnsson sem ber heitið HLÝJA. Það átti vel við þá og á vel við núna:

Til er gjöf falleg að fornu og nýju
er fyllir andann mikilli hlýju.
Henni er gefin mörgum mönnum
margir þrá hana í dagsins önnum.

Hún umvefur allt á fagnaðar-fundi
faðmar okkur í saknaðar-lundi.
Þið þekkið öll hennar þagnareiða
og þrek og hún vill engan meiða.

Er ofin í daga og drauma manns
en deyr ef sér ekki til lands.
Og hefur þann sið frá kyni til kyns 
að klæðast litum himinsins.

Þaðan er hún komin að sögnum sagna
við skynjum það þó allt brenni til agna.
Sverð hennar og skjöldur er gjöfin 
er siglir með langt yfir höfin.

Þetta var Hlýja.

Munum eftir okkur sjálfum, munum eftir þeim sem okkur þykir vænt um, munum eftir náunganum, samfélaginu og umhverfinu okkar.

Þannig gerum við hvern dag betri og eflum það samfélag sem við óskum okkur helst að deila með öðrum.

Ég tel mig geta fullyrt að lýðræðislegt samfélag er okkur mikils virði. Grundvöllur lýðræðis er: Að vald er ekki bundið forréttindum. Lýðræðið er þátttaka borgara, upplýstur skilningur borgara og að ALLIR hafi rétt til þátttöku.

Varðveitum lýðræðið og verum stolt af því.

Tökum pláss í samfélaginu okkar og styðjum aðra til þess að tilheyra heildinni.

Fögnum lýðræðinu - Fögnum lýðveldishátíðinni.

Megi frelsi, hlýja og samkennd vera einkunnarorð Reykjanesbæjar um ókomna tíð – okkur öllum til heilla.

Góða skemmtun í dag.

 ...

*English*

Happy 17th of June.

Congratulations with 75 years of the republic. Congratulations with the democracy. 

I thank you for the honor that I have been shown by being offered to participate in the celebration in such a respectful way.

Thank you.

I have memories from this celebration in this same park since I was a little girl performing with my gymnastic team. Some of our acts were long and others not so interesting but sometimes we were really cool and fun.

I am thankful for this experience and today I am sure my time as a gymnast performing in such events has had more influence on me than I realized.

Participation in the society is important to everyone. It is important for us to be valued within the society we live in and belong. That has always been possible for me and I am aware of that privilege.

We, who belong to this privileged group, need to give it all we have to create space for others – others who find it more challenging to participate and belong. If everyone belongs and is are able to be part of the whole, we will indeed be a whole – only that way. And that is what we want to be. We want to be a whole. These values we can only breed with warmth.

Warmth towards the society – Warmth towards the fellow man – Warmth towards the environment.

Our society is a multicultural society and therefore it should be inevitable for us to share personal communication with people of different origin. The reason I am mentioning this here at this moment is that it has been shown that personal connections and friendship is the key to a positive and friendly society.

A community that is characterized by respect to fellow citizens is a warm community.

A few days ago, I came across a poem by Stefán Finnson called Hlýja (e. Warmth). It was  relevant then and it is relevant  today.

Til er gjöf falleg að fornu og nýju
er fyllir andann mikilli hlýju.
Henni er gefin mörgum mönnum
margir þrá hana í dagsins önnum.

Hún umvefur allt á fagnaðar-fundi
faðmar okkur í saknaðar-lundi.
Þið þekkið öll hennar þagnareiða
og þrek og hún vill engan meiða.

Er ofin í daga og drauma manns
en deyr ef sér ekki til lands.
Og hefur þann sið frá kyni til kyns 
að klæðast litum himinsins.

Þaðan er hún komin að sögnum sagna
við skynjum það þó allt brenni til agna.
Sverð hennar og skjöldur er gjöfin 
er siglir með langt yfir höfin.

This was Warmth.

Let us remember ourselves, remember our loved ones, remember our fellow citizens, the society and our environment.

That way we will do each day better than the day before and strengthen the society and community we wish to share with others.

I feel I can assert that democratic society is important to us all. The basis of democracy is that power and authority is not bound to privilege. Democracy is the participation of the citizens, the informed understanding of the citizens and that everyone has the right to participate.

Let us preserve the democracy and be proud of it.

We should all take the space we want and need within the society and support others to belong to the whole.

Let us celebrate the democracy – let us celebrate the republic.

May freedom, warmth and empathy be the corner stone of Reykjanesbær in the future to come – for us all. 

Enjoy the day.

 ...

**Polski**

Szczęśliwego siedemnastego czerwca.

Gratulacje z okazji 75-lecia istnienia Republiki islandii. Niech żyje demokracja.

Dziękuję za zaszczyt, że mogę uczestniczyć w tak podniosłej uroczystości.

Wspominam obchody święta niepodległości, z czasów gdy byłam jeszcze małą dziewczynką i w tym samym parku występowałam wraz z moim zespołem gimnastycznym. Niektóre z naszych występów były długie, inne nie tak interesujące, ale czasami były też ciekawe i zabawne.

Jestem wdzięczna za to doświadczenie. Dziś wiem, że czas gdy występowałam jako gimnastyczka, podczas różnych ważnych wydarzeń, wywarł na mnie większy wpływ niż mogłam to sobie wyobrazić.

Bycie częścią społeczeństwa jest istotne dla każdego człowieka. Ważne, abyśmy byli doceniani w środowisku, w którym żyjemy i do którego należymy. To zawsze było dla mnie możliwe i jestem świadoma tego przywileju.

My, którzy jesteśmy częścią tej uprzywilejowanej grupy, musimy dać z siebie wszystko, aby stworzyć przestrzeń dla innych - dla których uczestnictwo i przynależność społeczna stanowią większe wyzwanie. Jeśli wszyscy przynależą i są częścią całości, wówczas rzeczywiście będziemy całością - tylko w ten sposób. To właśnie chcemy osiągnąć, chcemy być całością. Te wartości wykiełkują, jeśli otoczymy je serdecznością.

Serdecznością w stosunku do społeczeństwa, wobec drugiego człowieka, wobec otaczającego nas środowiska.

Nasze społeczeństwo jest społeczeństwem wielokulturowym i dlatego tak ważne jest, abyśmy znaleźli wspólny język z ludźmi różnego pochodzenia. Powodem, dla którego wspominam o tym w tym momencie, jest to, że osobiste więzi i przyjaźń są kluczem do stworzenia pozytywnego i przyjaznego społeczeństwa.

Społeczność charakteryzująca się szacunkiem dla współobywateli to przyjazna społeczność.

Kilka dni temu natknęłam się na wiersz Stefana Finnsona pod tytułem "Hlýja" (e. Warmth). Było to istotne wtedy i jest aktualne dzisiaj.

Til er gjöf falleg að fornu og nýju
er fyllir andann mikilli hlýju.
Henni er gefin mörgum mönnum
margir þrá hana í dagsins önnum.

Hún umvefur allt á fagnaðar-fundi
faðmar okkur í saknaðar-lundi.
Þið þekkið öll hennar þagnareiða
og þrek og hún vill engan meiða.

Er ofin í daga og drauma manns
en deyr ef sér ekki til lands.
Og hefur þann sið frá kyni til kyns 
að klæðast litum himinsins.

Þaðan er hún komin að sögnum sagna
við skynjum það þó allt brenni til agna.
Sverð hennar og skjöldur er gjöfin 
er siglir með langt yfir höfin.

To właśnie serdeczność.

 Pamiętajmy o sobie, pamiętajmy o tych, których kochamy, o współobywatelach, społeczeństwie i naszym środowisku.

W ten sposób sprawimy, że każdy kolejny dzień będzie lepszy od poprzedniego i wzmocnimy naszą wspólnotę.

Śmiało mogę stwierdzić, że społeczeństwo demokratyczne jest ważne dla nas wszystkich. Podstawą demokracji jest to, że władza nie jest przywilejem. Demokracja to udział obywateli, rozumienie ich oraz to, że każdy ma prawo w niej uczestniczyć.

Chrońmy demokrację i bądźmy z niej dumni.

Wszyscy powinniśmy znaleść swoją przestrzeń we wspólnocie i wspierać innych, aby należeli do całości.

Celebrujmy demokrację - celebrujmy republikę.

Niech wolność, serdeczność i empatia będą kamieniem węgielnym Reykjanesbær w przyszłości - dla nas wszystkich.

 Miłego dnia.