Þrettándagleði aflýst vegna slæmrar veðurspár

Flugeldasýning.
Flugeldasýning.

Ekki hægt að skjóta upp flugeldum eða kveikja í brennu

Tekin hefur verið sú ákvörðun að aflýsa fyrirhugaðri þrettándagleði, sem fara átti fram á morgun kl. 18:00, þar sem veðurspá er mjög slæm. Gert er ráð fyrir suðaustan 18 m/s um sexleytið og fer vindur vaxandi er líður á kvöldið. Það er því útséð um að kveikt verði í brennu eða flugeldum skotið á loft.

Flugeldasýning á laugardag

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Björgunarsveitin Suðurnes er tilbúin með glæsilega flugeldasýningu og verður hún því haldin laugardaginn 10. janúar kl. 18.00 af Berginu, líkt og á Ljósanótt. Þá er veðurspá mjög góð og haldist hún þannig gerum við ráð fyrir að fólk safnist saman á hátíðarsvæðið okkar á Bakkalág og njóti hennar.