Þrettándinn í Reykjanesbæ

Ingó veðurguð
Ingó veðurguð

Útvarpstónleikar, kynjaverur og flugeldasýning á þrettándanum

Þrettándinn verður með breyttu sniði í ár en stórskemmtilegur eftir sem áður. Boðið verður upp á bílaútvarpstónleika með engum öðrum en Ingó veðurguði og flugeldasýningu að hætti Björgunarsveitarinnar Suðurnes auk þess sem púkar og kynjaverur verða á sveimi.

Flugeldasýningin fer fram á svæði við Njarðvíkurskóga á milli Reykjanesbrautar, Þjóðbrautar og Hjallavegar. Gengið er út frá að fólk njóti sýningarinnar úr bílum sínum til að allra sóttvarna sé gætt.

Þeir sem kjósa að vera gangandi eru beðnir um að gæta vel að nándartakmörkunum, bera grímur, dreifa sér vel um svæðið og forðast óþarfa samskipti.

Klukkan 19:15 – bílatónleikar á FM 106,1
Komum okkur tímanlega fyrir í bílum okkar og syngjum jólin og gamla árið í burtu með Ingó Veðurguði. Einnig má njóta tónleikanna úr útvarpstækjunum heima og í símanum með appinu Spilarinn.

Bílastæði
Hægt verður að leggja á eftirtöldum stöðum (sjá nánar á mynd):
• Bílastæði við enda Hjallavegar við íþróttavallarsvæði Njarðvíkur
• Bílastæði við æfingasvæði Keflavíkur við Þjóðbraut

Bílastæði á þrettándanum

Klukkan 20:00 – flugeldasýning
Björgunarsveitin Suðurnes stýrir glæsilegri flugeldasýningu sem við njótum úr bílunum okkar.
Púkar og kynjaverur verða á sveimi á bílastæðum við Hjallaveg og Þjóðbraut.

Mætum tímanlega, njótum tónleikanna og sýnum varkárni og tillitssemi.
Góða skemmtun