Mikill fjöldi íbúa mætti á þrumandi þrettándagleði föstudaginn 6. janúar síðast liðinn.
Hátíðin hófst með blysför frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði við Hafnargötu þar sem tók við þrettándabrenna, álfasöngur, lúðrablástur, púkar og allskyns kynjaverur ásamt Grýlu gömlu og Kertasníki. Hátíðarhöldunum lauk með glæsilegri flugeldasýningu frá Björgunarsveitinni Suðurnes.
Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur, Skátafélagið Heiðabúar, Björgunarsveitin Suðurnes og lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tóku þátt í dagskránni og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Þrettándagleðinni.