Umhverfisvaktin 10.-14. mars

Hér getur þú fylgst með framvindu framkvæmda í bænum og fengið nýjustu upplýsingar. Um lifandi gögn er að ræða sem breytast reglulega og gefa góða mynd af því sem er í gangi í bænum hverju sinni.

Framkvæmdir við Hafnargötu 24 í vikunni

  • Mánudagur 10.3: Loka nokkrum bílastæðum. Girða vinnusvæði og rífa upp hellur sitthvorumegin við götu.
  • Þriðjudagur 11.3: Loka fyrir umferð götu og grafa skurð í gegn. Leggja ídráttarrör og jarða. Opna fyrir umferð (aðþrengt).
  • Miðvikudagur 12.3: Klára að grafa skurð frá Hafnargötu að Tjarnarbraut. Klára tengiholu í bílastæðum og gangstétt við Hafnargötu.
  • Fimmtudagur 13.3: Klára tengivinnu og loka skurði samhliða.
  • Föstudagur 14.3: Frágangur eins og hægt er. Opna bílastæði.
  • Vika 12 (17-21.3): Yfirborðsfrágangur, hellur og malbik (háð veðurfari

Umhverfisvaktin verður uppfærð eins oft og unnt er yfir vikuna, en henni er deilt vikulega eða eins og nauðsynlegt er, hér á síðunni. Einnig er hægt að fylgjast með helstu framkvæmdum á vegum bæjarins á kortasjá Reykjanesbæjar .