Fyrr á árinu gátu íbúar sent ábendingar um vel heppnuð umhverfisverkefni og bárust fjölmargar ábendingar til valnefndar sem var leidd af Eysteini Eyjólfssyni formanni umhverfis og skipulagsráðs, Helgu Maríu Finnbjörnsdóttur fulltrúa í umhverfis og skipulagsráði og Berglind Ásgeirsdóttur umhverfisstjóra Reykjanesbæjar.
Þann 7. desember afhentu Eysteinn og Kjartan Már bæjarstjóri viðurkenningar í Hljómahöll við hátíðlega athöfn. Við óskum eigendum þessara garða og húsa innilega til hamingju með viðurkenninguna.
- Viðurkenningar fyrir fallega og vel hirta garða hlutu íbúar að Freyjuvöllum 6 og Hraundal 1.
- Viðurkenningar fyrir vel heppnaða endurbyggingu á gömlu húsi hlutu íbúar að Veghúsi (Suðurgata 9) og Hafnargötu 16-18.
- Viðurkenningar fyrir vel heppnað viðhald á parhúsi hlutu íbúar að Hátúni 21-23.
- Viðurkenningu fyrir vel heppnað viðhald á fjölbýlishúsi hlaut Fífumói 5.
- Viðurkenningu fyrir markvissa framkvæmd og uppbyggingu hlaut Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) fyrir Hlíðarhverfi.
- Viðurkenningu fyrir markvissa framkvæmd og frágang hlaut Hug verktakar fyrir Vallarbraut 12.
- Viðurkenningu fyrir að glæða bæinn lífi á skemmtilegan hátt hlaut Hughrif í bæ.


