Opnað hefur verið fyrir umsóknir í frístundaheimili grunnskólanna fyrir 1. – 4. bekkinga skólaárið 2022 – 2023.
Sótt er um í gegnum Mitt Reykjanes, þar er hlekkur í nýtt umsóknarkerfi sem heitir Vala frístund. Inn í Völu geta foreldrar séð allt sem tengist umsókninni. Nánari upplýsingar um starfið í hverju frístundaheimili er að finna á heimasíðum skólanna.
Foreldrar eru hvattir til þess að sækja um fyrir 31. maí svo að hægt sé að tryggja mönnun á frístundaheimilum út frá fjölda nemenda sem sækir um. Foreldrar eru beðnir um að setja inn upplýsingar um systkin vegna fjölskylduafsláttar í reitinn annað.
Frístundaheimili grunnskólanna
Gjaldskrá fyrir árið 2022 – frá ágúst - desember
- Frístundaskóli (síðdegishressing innifalin): 18.940 kr. á mánuði
- Síðdegishressing: 156 kr. á dag
- Tímagjald: 412 kr. hver klukkustund
Fjölskylduafsláttur (gildir eingöngu af tímagjaldi, þ.e. síðdegishressing dregin frá heildargjaldi) gildir milli skólastiga, þ.e. dagforeldra, leikskóla og frístundaskóla. Gjöld eru greidd eftir á, gjalddagi er síðasti dagur mánaðar og eindagi 20 dögum síðar