Nemendur í 7. bekkjum grunnskólanna í Reykjanesbæ hafa undanfarnar vikur staðið í ströngu við undirbúning Stóru upplestrarkeppninnar. Keppnin, sem er árleg, hefst á degi íslenskrar tungu og lýkur með upplestrarhátíðum um land allt í mars, þann 24. í Reykjanesbæ.
Undirbúningur nemenda hefst á ræktunarhluta þar sem kennarar þjálfa alla nemendur 7. bekkja í vönduðum upplestri og framsögn. Tveir nemendur eru síðan valdir sem fulltrúar síns skóla á lokahátíð í héraði. Reykjanesbær og Sandgerði halda sameiginlega lokahátíð og verður hún í Bíósal Duushúsa 24. mars kl. 16:30.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Njarðvíkurskóla í morgun.