Úrklippubókasafn Kela – síðustu forvöð

Í haust opnaði Rokksafn Íslands sýninguna „Úrklippubókasafn Kela“ sem fjallar um Sævar Þorkel Jensson, sem jafnan er kallaður Keli, en hann hefur frá árinu 1964 safnað úrklippum og eiginhandaráritunum tónlistarfólks.

Keli á eitt stærsta úrklippusafn um dægurtónlist á Íslandi. Úrklippubækur Kela geyma margskonar fróðleik og spanna dægurtónlistarsöguna í rúmlega hálfa öld. Bækurnar í dag eru rúmlega þrjú hundruð og fimmtíu talsins og er hægt að skoða stóran hluta safnsins á Rokksafni Íslands á sýningunni „Úrklippubókasafn Kela“

 

Sýningin verður tekin niður síðari hluta nóvember mánaðar og eru því síðustu forvöð fyrir gesti að berja sýninguna augum.