Úthlutun styrkja til 19 verkefna úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði fræðslusviðs
Mánudaginn 8. júní var skrifað undir samninga við 12 leik- og grunnskóla vegna 19 verkefna sem fengu úthlutað styrk úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði fræðslusviðs. Alls var úthlutað fyrir 9.270.000 kr. Markmið með sjóðnum er að stuðla að nýsköpun, framþróun og öflugu innra starfi leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ.
Áhersluþættir Nýsköpunar- og þróunarsjóðs eru þrír fyrir skólaárið 2020-2021:
- Heilbrigði og velferð: Samkennd, stuðningur og virðing efla heilbrigði og vellíðan og miklu skiptir að eiga samleið með öðrum, njóta viðurkenningar og geta tilheyrt hópnum. Með félagsfærniþjálfun, sjálfseflingu, trú á eigin getu, núvitund og heilsusamlegum lifnaðarháttum má efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan í öllu skólastarfi. Með því að sinna vel þessum þáttum í skólastarfinu er ýtt undir heilbrigði og velferð allra barna og unglinga.
- Læsi allra mál: Markviss vinna með tungumálið til að efla læsi, lesskilning, tjáningu, orðaforða og ritun í því skyni að auka ánægju af lestri. Það má til að mynda gera með snemmbærum stuðningi, fjölbreyttum kennsluaðferðum, áhugahvetjandi verkefnum og með því að glæða ævintýraheim bókanna auknu lífi.
- Gæða menntun fyrir alla: Að búa öllum nemendum fjölbreytt og sveigjanlegt námsumhverfi þannig að þeir hafi aðgang að bestu mögulegu námstækifærum. Gæða menntun byggir meðal annars á framsæknum kennsluháttum, teymiskennslu og náms- og kennsluaðferðum sem ýta undir samvinnu, ímyndunarafl og sköpunarkraft nemenda.
Verkefnin sem hlutu styrk og verða unnin skólaárið 2020-2021:
Heimspeki með börnum
Sáum fræjum lestrar í Akurskóla
Núvitund jóga í vettvangsferðum
Sjálfið mitt
Brosandi börn
Teymiskennsla í Heiðarskóla
Tækni og nýsköpun í starfi Heiðarskóla
Tækifæri til náms í skapandi umhverfi
Hugur og heilsa
Samleikur - Framtíðarsýn á samþættingu námsgreina
Vaxtarhugarfar, hugarfar og vellíðan í skólastarfi
Forritun fyrir krakka
Rannsóknarkennslustundir í skólastarfi
Forskot til framtíðar - Forritun
Í takt við tímann og hvað svo
Stafræn tækni í leikskóla
Teymiskennsla í Stapaskóla
Jafnvægi og vellíðan
Foreldrasamstarf og læsi
|
Akur
Akurskóli
Gimli
Háaleitisskóli
Heiðarskóli
Heiðarskóli
Heiðarskóli
Holt
Holtaskóli
Holtaskóli
Holtaskóli
Myllubakkaskóli
Myllubakkaskóli
Njarðvíkurskóli
Njarðvíkurskóli
Stapaskóli
Stapaskóli
Vesturberg
Völlur
|
500.000 kr
1.100.000 kr
1.100.000 kr
285.000 kr
300.000 kr
350.000 kr
350.000 kr
560.000 kr
200.000 kr
350.000 kr
350.000 kr
635.000 kr
500.000 kr
450.000 kr
450.000 kr
200.000 kr
420.000 kr
520.000 kr.
650.000 kr.
|
Það er von okkar að Nýsköpunar- og þróunarsjóður ýti enn frekar undir nýsköpun og þróunarstarf í skólunum okkar.