Skjáskot af vef Stapaskóla.
Vefur Stapaskóla er kominn í loftið. Þar er að finna allar upplýsingar um skólann og skólaumhverfið, fréttir úr skólastarfi og tilkynningar er varðar skólann og nemendur. Skólinn er nú rekinn í bráðabirgðarhúsnæði en allt er á fullu við byggingu skólans.
Skólinn var fyrst um sinn rekinn sem útibú frá Akurskóla. Í mars sl. var Gróa Axelsdóttir ráðin skólastjóri Stapaskóla og Heiða Mjöll Brynjarsdóttir aðstoðarskólastjóri sl. sumar. Skólinn er sem stendur fyrir nemendur í 1. - 5. bekk. Nýi skólinn verður hins vegar fyrir nemendur í 1. - 10. bekk og leikskóli í senn, ásamt því að vera menningarmiðstöð fyrir grenndarsamfélagið.
Bæjarfulltrúar og nokkrir starfsmenn Reykjanesbæjar fóru á dögunum í heimsókn á framkvæmdasvæði Stapaskóla. Í máli Þorgeirs Margeirssonar verkefnastjóra hjá Eykt kom fram að byggingin væri orðin þétt og því hægt að hefja framkvæmdir innandyra. Framkvæmdir hafa gengið hratt og þar hjálpaði sumarblíðan mikið. Áætlað er að taka fyrsta áfanga í notkun haustið 2020 með nemendum í 1. - 7. bekk.
Hér er hópurinn staddur í húsi 2, í kennslurými fyrir 7. og 8. bekk. Að sögn Helga Arnarsonar sviðsstjóra fræðslusviðs verður kennslurýmið fjölbreytt og gefur svigrúm til fjölbreyttra möguleika í kennsluháttum.
Fleiri fréttir tengdar Stapaskóla
Framkvæmdir við fyrsta áfanga Stapaskóla ganga vel
Bæjarráð heimilar undirbúning vinnu við áfanga II Stapaskóla
Skrifað undir samning vegna byggingu fyrsta áfanga Stapaskóla
Nýi skólinn heitir Stapaskóli
Teikning Stapaskóla