Vel heppnaður upplýsingafundur

Vel heppnaður upplýsingafundur um afhendingaöryggi

Upplýsingafundur á vegum Reykjanesbæjar um afhendingaröryggi vatns og raforku á Suðurnesjum var haldinn í Stapa fimmtudaginn 29. febrúar kl. 19.30.

Hátt í 100 manns mættu á fundinn og að jafnaði voru um 550 að horfa á í streymi á Facebook síðu Reykjanesbæjar.

Frummælendur á fundinum voru Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar sem sagði frá hlutverk neyðarstjórnar sveitarfélagsins og því viðbragði sem fór í gang hjá sveitarfélaginu þann 8. febrúar sl. þegar að ljóst var að hitavatnslögnin hafði farið undir hraun. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur fór í kjölfarið vel yfir jarðfræði Reykjanesskagans, Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku fór yfir afhendingaöryggi hitaveitu og raforku til dreifiveitu og Páll Erland forstjóri HS Veitna fjallaði um afhendingaöryggi vatns og raforku til íbúa og fyrirtækja.

 

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar stýrði fundinum og stjórnaði pallboði í fundarlok þar sem fundargestir og áhorfendur í streymi gátu beint spurningum til frummælenda.