Það ríkti mikil gleði þegar að fulltrúi Landverndar afhendi starfsfólki og leikskólabörnum Tjarnarsels Grænfánann á jólafjölskylduhátíð leikskólans í Kirkjulundi, 7.desember sl. Leikskólinn var að fá fánann í þriðja sinn en til að flagga Grænfánanum þarf að endurnýja hann á tveggja ára fresti og setja sér ný markmið eftir hverja afhendingu. Í þessum áfanga er framlag leikskólans til umhverfismála ,, ,,Moltuvinnsla með þátttöku leikskólabarna og uppgræðsla í samvinnu við grenndarsamfélagið”. Fyrir þá sem vita ekki hvað molta er, þá eru hún unnin úr lífrænum úrgangi/matarleifum sem fellur til í leikskólanum. Eftir ákveðinn tíma verður úrgangurinn að moltu sem líkist frjósömum jarðvegi. Leikskólabörnin gáfu trjánum í skógræktinni uppi á Vatnsholti moltu að ,,borða” sem kemur í staðinn fyrir tilbúinn áburð. sem var sérstaklega
Í þessum áfanga áttum við einstakalega gott samstarf við starfsfólks þjónustumiðstöðvarinnar og nutum þekkingu og ráðgjöf þeirra við moltuvinnsluna. Þegar að við leituðum til þeirra var alltaf tekið jákvætt á málum og leitast við að leysa þau. Vonandi á þetta samstarf eftir að dafna og þróast á næstu árum.