Vinnuskólinn auglýsir laus störf

Úr starfi Vinnuskóla
Úr starfi Vinnuskóla

Vinnuskóli Reykjanesbæjar auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar í sumar:

Yfirflokkstjóri
Starf yfirflokkstjóra er m.a. fólgið í því að hafa umsjón með vinnuflokkum skólans og stjórnun á hinum ýmsu verkefnum hans. Yfirflokkstjóri samræmir störf flokkstjóra. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um 17. maí. Lágmarksaldur umsækjenda er 24 ár.

Flokkstjórar
Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna skólans. Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 31. maí n.k.
Lágmarksaldur umsækjenda er 19 ár.

Umsjónarmaður Skólagarða
Leiðbeinandi hefur umsjón með rekstri skólagarða, undirbýr starfið og sér um skráningu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 26. maí. Lágmarksaldur umsækjenda er 22 ár.
Umsóknarfrestur er til 23. apríl 2010,