Starfssemi Virkjunar fyrir sumarfrí lauk 11. júní sl. Líkt og kunnugt er þá tók Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar við stjórninni í janúar á þessu ári. Stofnunin er þó ennþá rekin af styrkjum og hugsjónarstarfi. Mjög mikilvægt er þ.a.l. að bakhjarlar Virkjunar taki vel í þau erindi sem kunna að koma frá Virkjun.
Óhætt er þó að segja að styrkurinn sem kom frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum hafi skipt sköpum, því án hans hefði ekki verið hægt að hafa opið.
Boðið var upp á fjölbreytta starfsemi m.a. smíðanámskeið, airbrush, myndlist, sjálfstraust og sigurvissu, prjónahópinn og ballskákfélag eldri borgara, svo eitthvað sé nefnt. Öllum sem koma að starfinu með einum eða öðrum hætti er þakkað óeigingjarnt starf í þágu Virkjunar.
Virkjun mun opna á ný eftir sumarleyfi um miðjan ágúst.
Sérstakar þakkir fá forsvarsmenn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) sem lána húsnæðið og skilja hvaða þýðingu starfsemi Virkjunar hefur fyrir þá sem þangað leita.
Stjórn Virkjunar