Ný mannréttindastefna Reykjanesbæjar
18.12.2024
Fréttir
Á bæjarstjórnarfundi þann 17. desember var ný mannréttindastefna Reykjanesbæjar samþykkt. Stefnan miðar að því að tryggja að allir íbúar njóti mannréttinda, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, kynferði, kynhneigð, aldri, efnahag, ætterni, fötlun, heilsufari eða annarri stöðu.