185. fundur

20.08.2024 11:00

185. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 20. ágúst 2024, kl. 11:00

Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Davíð Már Gunnarsson, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir og Sindri Kristinn Ólafsson.

Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Helgi Arnarson sviðsstjóri

menntasviðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Birgir Már Bragason boðaði forföll. Davíð Már Gunnarsson sat fundinn í hans stað.

1. Kynning á starfi Fimleikadeildar Keflavíkur (2024060025)

Anna Sigríður Jóhannesdóttir formaður og Unnur Ýr Kristinsdóttir meðstjórnandi Fimleikadeildar Keflavíkur mættu á fundinn og kynntu starfsemi deildarinnar.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu.

Fylgigögn:

Kynning - Fimleikadeild Keflavíkur

2. Fundur 2 í mannvirkjanefnd Reykjanesbæjar (2022050239)

Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá 2. fundi í mannvirkjanefnd og lagði fram minnisblað.

3. Fristundir.is - hvað verður um að vera fyrir börn, ungmenni og fullorðna í Reykjanesbæ í vetur? (2023010324)

Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá vinnu við skipulagningu á íþrótta- og tómstundatilboðum fyrir íbúa í Reykjanesbæ og óskar eftir að þau sem eru að skipuleggja viðburði, æfingar eða fundi sendi inn fyrir 1. september nk. á netfangið forvarnir@reykjanesbaer.is

Fylgigögn:

Auglýsing - fristundir.is

Með því að smella hér ferð inná vefinn fristundir.is

4. Fjárhagsáætlun íþrótta- tómstunda- og lýðheilsumála 2025 (2024080166)

Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun íþrótta- tómstunda- og lýðheilsumála fyrir árið 2025.

5. Ljósanótt 2024 -hvatning til íþrótta- og tómstundafélaga um þátttöku (2024080168)

Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir bréf sem verður sent út til íþrótta- og tómstundafélaga þar sem þau eru hvött til þátttöku í Ljósanótt fjölskyldu,- og menningarhátíð Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Hvatning til íþrótta- og tómstundafélaga um þátttöku í Ljósanótt

6. Upplýsingagjöf íþrótta- og tómstundafulltrúa (2024050049)

Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi íþrótta,- tómstunda- og lýðheilsumála sveitarfélagsins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.47. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. september 2024.