236. fundur umhverfis - og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 4.október 2019 kl. 08:15
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Jón Már Sverrisson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi og Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.
1. Hafnir á Suðurnesjum - Kynning (2019100005)
Margrét Lilja Margeirsdóttir kom og kynnti grunn að skipulagstillögu í Höfnum, Reykjanesbæ.
2. Samráðs- og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 272 (2019050554)
Lögð fram til kynningar fundargerð 272. fundar, dagsett 19. september 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa
3. Ný aðkoma MÓT - Breyting á deiliskipulagi (2019100007)
Isavia leggur fram ósk um nýja tengingu að Þjóðbraut á móts við Háaleitishlað 10 á Keflavíkurflugvelli með bréfi dagsett 17. september 2019. Markmiðið með framkvæmdinni er að bæta aðgengi að MÓT sem er söfnunarsvæði neyðarliðs skv. viðbragðsáætlun Keflavíkurflugvallar.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
Fylgigögn:
Nýja aðkomu að MÓT
4. Vatnsnesvegur 7 - Fyrirspurn (2019100012)
Erik The Red Seafood ehf. óskar eftir að reisa 200m2 viðbyggingu við fiskvinnsluhús við Vatnsnesveg 7. Viðbyggingin hýsi starfsmannaaðstöðu.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
Fylgigögn:
Vatnsnesvegur 7
5. Efstaleiti 20 - Fyrirspurn (2019100008)
Húseignir Leirdal ehf. óskar eftir að hækka mænishæð úr 4,5m í 5,6m til samræmis við önnur hús í götunni. Einnig er óskað eftir að byggingarreitur sé stækkaður til samræmi við aðliggjandi lóð Efstaleiti 18 samkvæmt uppdráttum JeES arkitekta, dagsettum 15. september 2019.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
Fylgigögn:
Efstaleiti 20
6. Mardalur 16-34 - Fyrirspurn (2019060043)
Fyrir hönd lóðarhafa leggur Kristinn Ragnarson arkitekt fram bréf dagsett 20. september 2019 þar sem óskað er eftir að nýtingarhlutfall lækki til samræmis við breytta skipulagsskilmála sem hafa verið samþykktir.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
Fylgigögn:
Mardalur 16-34
7. Hafnargata 39 - Fyrirspurn (2019051723)
Heimir Hávarðsson óskar heimildar til að vinna deiliskipulag fyrir lóðina Hafnargata 39 og leggur fram uppdrætti JeES arkitekta dagsetta 9. september 2019.
Erindi frestað.
Fylgigögn:
Hafnargata 39 - frumdrög
8. Dalsbraut 15 - Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi (2019100016)
Fyrir hönd lóðarhafa leggur Kristinn Ragnarson arkitekt fram með uppdráttum og bréfi dagsettu 20. september 2019, ósk um að fjölga íbúðum úr 15 í 16 og að byggingarreitur verði lengdur um 6m til suðurs og 2m til norðurs. Byggingamagn fari úr 1500m2 í 2045m2.
Erindi hafnað. Áður hefur verið fjölgað íbúðum úr 10 í 15 á lóðinni. Umbeðin stækkun byggingarreits samræmist ekki yfirbragði byggðar.
Fylgigögn:
Dalsbraut 15
9. Minningagarðar (2019090645)
Tré lífsins óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að minningagarður sé opnaður í Reykjanesbæ með bréfi dagsett 20. september 2019.
Erindi vísað til bæjarráðs.
Fylgigögn:
Minningagarðar
10. Vallarbraut 12 - Breyting á deiliskipulagi (2019080268)
Riss ehf. fyrir hönd lóðarhafa óskar eftir breytingu á deiliskipulagi í samræmi við uppdrátt dags. 26. september. Breytingin felst í að snúa byggingu á reit og aðkoma verði norðan megin. Hæðir verði fjórar í stað þriggja og að fjölga íbúðum úr 9 í 15. Byggingarreitur hefur verið færður fjær lóðamörkum Móavalla 2.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.
Fylgiskjöl:
Vallarbraut 12
11. Hafnargata 56 - Fyrirspurn um lóð vegna flutnings á húsi (2019100021)
BGB ferðaþjónusta ehf. óskar eftir lóð við Bakkaveg undir húsið við Hafnargötu 56 sem fyrirhugað er að flytja með, erindi dags 25. september 2019.
Samþykkt að gefa leyfi til flutnings á húsinu þegar samþykkt deiliskipulag liggur fyrir.
Fylgiskjöl:
Hafnargata 56
12. Leirdalur 22-28 - Breyting á deiliskipulagi (2019090061)
Fyrir hönd lóðarhafa leggur Kristinn Ragnarson arkitekt fram bréf með uppdráttum, dagsett 25. september 2019, ósk um heimild til að breyta skilmálum deiliskipulags fyrir lóðirnar Leirdalur 22-24 og 26-28. Í stað 4 tveggja hæða raðhúsa komi 4 einnar hæðar raðhús á hvora lóð. Byggingarreitir verði stækkaðir úr 30x10m í 35x12m og nýtingarhlutfall verði 0,33.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
Fylgiskjöl:
Leirdalur 22-28
13. Brimdalur 3 - Lóðarumsókn (2019090603)
Bjarki Fannar Magnússon sækir um lóðina Brimdalur 3.
Lóðaúthlutun samþykkt.
Fylgiskjöl:
Brimdalur 3 - Umsókn um lóð
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 15. október 2019.