241. fundur Umhverfis - og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12, 18. desember 2019, kl. 17:00
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson. Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.
1. Hlíðahverfi - Drög (2019120007)
Miðland ehf. kynnti drög að deiliskipulagi Arkís arkitekta að 3. áfanga Hlíðahverfis þann 6. desember. Erindi var frestað meðan ráðið skoðaði drögin.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í þær skipulagshugmyndir sem voru lagðar fram.
Fylgigögn:
Hlíðahverfi - kynning
2. Dalshverfi III - Skipulagslýsing (2019120008)
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Dalshverfi 3. Áhersla er á þéttari byggð og lægra hlutfall sérbýla en í fyrri áföngum. Kanon arkitektar kynntu drög að deiliskipulagi Dalshverfis 3 þann 6. desember. Erindi var frestað meðan ráðið skoðaði drögin.
Skipulagslýsing er samþykkt. Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í þær skipulagshugmyndir sem voru lagðar fram.
Fylgigögn:
Dalshverfi - Skipulagslýsing
Dalshverfi III - drög deiliskipulags
3. Fitjar 3 - Fyrirspurn (2019120213)
Tralli ehf. óskar eftir heimild til að bæta aðstöðu við Fitjar 3 með um 30m2 byggingu fyrir starfsmannaaðstöðu, geymslu og vinnslu hráefnis samkvæmt uppdráttum Verkfræðistofu Suðurnesja dags 10.12.2019.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
Fylgigögn:
Fitjar 3
4. Vallarbraut 12 - Breyting á deiliskipulagi (2019080268)
Auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi er lokið. Breytingin felst í að snúa byggingu á reit og aðkoma verði norðan megin. Hæðir verði fjórar í stað þriggja og að fjölga íbúðum úr 9 í 15. Byggingarreitur hefur verið færður fjær lóðamörkum Móavalla 2. Ein athugsemd barst, skipulaginu er andmælt vegna skerðingar á útsýni.
Breyting á skilmálum deiliskipulags varðandi húshæðir þá hækkar byggingin aðeins um 45cm frá gildandi deiliskipulagi og hefur ekki áhrif á útsýni. Byggingarreit er snúið og færður fjær götu, sem skerðir útsýni hluta íbúa við Krossmóa 5 lítillega til suðurs, en bætir útsýni allra íbúa Krossmóa 5 til suðvesturs. Við breytinguna er aðkoma á lóð betri og öruggari auk þess sem götumynd Samkaupsvegar og Krossmóa er skýrari.
Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
Fylgigögn:
Vallarbraut 12 - Deiliskipulag
5. Reykjanesvegur 54 - Fyrirspurn um bílskúr (2019120214)
Sveinbjörn Gizurarson óskar heimildar til að breyta bílskúr á lóðinni Reykjanesvegur 54 í vinnustofu og skrifstofuaðstöðu.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
Fylgigögn:
Reykjanesvegur 54
6. Ósk um lóð - Þróunarsvæði við Reykjanesbraut (2019120011)
Smáragarður ehf. óskaði með bréfi dags. 29.11.2019 eftir heimild til að þróa reit sem skilgreindur er í aðalskipulagi sem VÞ2. Á svæðinu verði tvær lóðir þar sem á aðra þeirra komi byggingavöruverslun. Skipulagsfulltrúi leggur fram og kynnir drög að samkomulagi Smáragarðs ehf. og Reykjanesbæjar.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
7. Dalsbraut 32-36 - Fyrirspurn (2019120016)
Miðbæjareignir ehf. óska heimildar til að auka byggingamagn á lóð um 106m2 og að fjölga íbúðum úr 11 í 15 á hvert hús samkvæmt erindi KRark arkitekt dags. 11.12.2019.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu. Umsækjandi mun bera allan kostnað af breytingum og unnið verði í samráði við Umhverfis- og skipulagsráð ef samþykki fæst.
Fylgigögn:
Dalsbraut 34-36 Stækkun og heildarstærðir
8. Mardalur 16-24 - Fyrirspurn (2019060043)
Sæfaxi ehf. óskar eftir að fjölga um eina íbúð í raðhúsalengjunni Mardalur 16-24 samkvæmt uppdrætti KJ hönnun dags. 22.11.2019.
Erindi frestað.
9. Rafræn skilti (2019090067)
Leiðbeiningar um afgreiðslu á umsóknum fyrir rafræn tilkynninga- og auglýsingaskilti í Reykjanesbæ.
Samþykkt.
Fylgigögn:
Rafræn skilti
10. Stapabraut 21 - Auglýsingaskilti (2019070263)
Blue Mountain ehf. og Atlantsolía ehf. sækja um að setja upp LED auglýsingaskilti á lóðinni Stapabraut 21 við Reykjanesbraut með umsókn og uppdrætti dags. 20.06.2019. Gildandi deiliskipulag tilgreinir reit fyrir auglýsingaskilti. Sótt er um staðsetningu innan þess reits.
Samþykkt með tilvísun í leiðbeiningarreglur um skilti dags. 12.12.2019.
Fylgigögn:
RNB - Stapabraut 21
11. Heimild til að vinna deiliskipulag vegna nýrrar fráveituhreinsistöðvar (2019080273)
Skipulagsfulltrúi Reykjanesbær óskar heimildar til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir nýja fráveituhreinsistöð á svæði I2 við Náströnd.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.
Fylgigögn:
Fráveituhreinsistöð
Myndband með tillögu af YouTube
12. Graftrar- og verkleyfi – Reglur (2019110115)
Umhverfissvið Reykjanesbæjar kynnir uppfærðar reglur um graftrar- og verkleyfi.
Samþykkt.
Fylgigögn:
Verklagsreglur
13. Umferðar- og samgönguáætlun (2019120216)
Umhverfissvið Reykjanesbæjar leggur fram drög að umferðar- og samgönguáætlun.
Lagt fram.
14. Strætó - Kynning (2019090564)
Sigurður Ingi Kristófersson deildarstjóri umhverfismála Reykjanesbæjar kynnti uppfært leiðarkerfi almenningsvagna í Reykjanesbæ sem tekur í gildi 05.01.2020.
Fylgigögn:
Leiðarkerfi almenningsvagna - kynning
15. Leirdalur 34 - Lóðarumsókn (2019120094)
Magnús Hvanndal Magnússon sækir um lóðina Leirdalur 34.
Lóðaúthlutun samþykkt.
16. Staða skipulags- og byggingarmála 2019 (2019120219)
Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi og Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi fóru yfir stöðu skipulags- og byggingarmála í Reykjanesbæ 2019.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. janúar 2020.