Fiðlarinn á þakinu og Dóri DNA á uppskeruhátíð menningarlífs í Duus Safnahúsum
13.11.2019
Fréttir, Menning
Það verður mikið um dýrðir í Duus Safnahúsum á morgun fimmtudag þegar menningarverðlaun Reykjanesbæjar verða afhent, styrktaraðilum Ljósanætur verður þakkað og nýjar sýningar opnaðar. Meðal þess sem verður til skemmtunar er atriði úr Fiðlaranum á þakinu en það verður enginn annar en Jóhann Smári Sævarsson sem flytur lagið „Ef ég væri ríkur“ en söngleikurinn verður frumfluttur í Hljómahöll á föstudaginn í tilefni af 20 ára afmæli Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Óperufélagsins Norðuróps. Þá mun uppistandarinn, ljóðskáldið og rithöfundurinn Dóri DNA skemmta gestum.