349. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 18. október 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Alexander Ragnarsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir og Sigurrós Antonsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sveinn Björnsson byggingafulltrúi, Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála, Perla Dís Gunnarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Eysteinn Eyjólfsson boðaði forföll og sat Sigurrós Antonsdóttir fundinn í hans stað.
Guðbergur Ingólfur Reynisson boðaði forföll og sat Alexander Ragnarsson fundinn í hans stað.
1. Umferðaröryggisáætlun (2024090566)
Gunnar E. Geirsson deildarstjóri umhverfismála og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir frá Eflu sem mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað kynntu umferðaröryggisáætlun.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir áætlunina og aðgerðaráætlun vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2025.
2. Uppgræðslu og skógræktaráætlun fyrir Reykjanesbæ (2021040047)
Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála og Berglind Ásgeirsdóttir umhverfisstjóri kynna Uppgræðslu- og skógræktaráætlun fyrir Reykjanesbæ.
Lagt fram.
3. Framtíðaruppbygging íþrótta- og skólasvæðis (2022050239)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnir framtíðaruppbyggingu íþrótta- og skólasvæðis við Afreksbraut.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að vinna deiliskipulagið fyrir svæðið byggðu á framlögðum gögnum.
4. Vatnsnes - deiliskipulagsdrög (2024100062)
JeES arkitektar leggja fram drög að deiliskipulagi fyrir reitinn Víkurbraut, Básvegur, Vatnsnesvegur og Hrannargata. Lagt fram til kynningar með ósk um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir reitinn.
Erindi frestað.
5. Holtaskóli - deiliskipulag (2024010471)
Reykjanesbær auglýsti tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð Holtaskóla sbr. uppdrátt Arkís arkitekta dags. 3. maí 2024. Skipulagssvæðið afmarkast af Skólavegi í norðri, Sunnubraut í austri, lóð Fjölbrautaskólans í suðri og grænu svæði í vestri.
Helstu breytingar eru að ein hæð verður byggð ofan á útbyggingar á suðausturhorni skólans. Byggð verður tveggja hæða bygging á milli tveggja álma í porti sem vísar í norður. Byggingarmagn er aukið. Hámarksnýtingarhlutfall eftir stækkun verður 0,42 eða um 5700 m2 með A og B rýmum. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
Fylgigögn:
Holtaskóli - deiliskipulag
6. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi athafnasvæði AT12 (2019060056)
Reykjanesbær hefur í langan tíma horft til uppbyggingar rýmisfrekrar starfsemi á AT12 við Fitjar. Stefna um slíka uppbyggingu birtist fyrst í aðalskipulagi 2008-2024. Núverandi starfsemi á AT12 er fyrst og fremst gagnaver. Nú liggja fyrir áform m.a. um frekari uppbyggingu gagnavera og byggingu gróðurhúsa. Miðað við þau áform þarf að auka við byggingarheimildir í 283.500 m2. Kynningartíma lýsingar og vinnslutillögu er lokið. Gögn verið uppfærð miðað við ábendingar skipulagsstofnunar.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu.
Fylgigögn:
Tillaga að breytingu á athafnasvæði (AT12)
Breyting á deiliskipulagi Vogshóll - Sjónarhóll
7. Hjallalaut 15 - niðurstaða grenndarkynningar (2024070531)
Sótt er um að stækka nýtingarhlutfall og fara yfir byggingarreit vestan/austan megin við byggingu. Nýtingarhlutfall Hjallalautar 15 er í dag 0.30 og yrði þá nýtt nýtingarhlutfall 0.36. Hæð fyrirhugaðar byggingar mun ekki fara yfir hámark núverandi deiliskipulags. Ein athugasemd barst á kynningartíma varðandi nálægð húsa og vegg á lóðamörkum.
Umhverfis- og skipulagsráð hafnar erindinu.
Fylgigögn:
Hjallalaut 15
8. Heiðarsel - færanlegar kennslustofur við leikskóla (2024100200)
Verkfræðistofa Suðurnesja f.h. Reykjanesbæjar sækir um að setja færanlegar einingar á lóðina Heiðarbraut 27 sbr. uppdrætti dags. 18.09.2024.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Fylgigögn:
Heiðarsel - færanlegar kennslustofur
9. Erindi - Hafnargata 44 og 46 (2024100172)
Þórhallur Garðarsson f.h. lóðarhafa Faxafell ehf. Óskað er eftir því að umhverfis- og skipulagsráð taki deiliskipulagstillöguna fyrir að nýju og útskýri frekar við hvað er átt varðandi nýtingarhlutfall og yfirbragð, verði tillögunni hafnað að nýju.
Erindi frestað.
Fylgigögn:
Erindi - Hafnargata 44 og 46
10. Mannréttindastefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2020021548)
Bæjarráð óskar eftir umsögn nefnda og ráða Reykjanesbæjar um drög að mannréttindastefnu Reykjanesbæjar.
Umhverfis- og skipulagsráð felur Róberti Jóhanni Guðmundssyni formanni að koma athugasemdum ráðsins áfram.
11. Mælaborð umhverfis- og framkvæmdasviðs (2024040527)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnti mælaborð umhverfis- og framkvæmdasviðs.
12. Afgreiðslu- og samráðsfundir byggingarfulltrúa nr. 369 og 370 (2024010105)
Lagðar fram til kynningar fundargerðir afgreiðslu- og samráðsfunda byggingarfulltrúa nr. 369 og 370.
Fylgigögn:
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 369
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 370
13. Fundargerð Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar 129. fundur (2024080267)
Fundargerð Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar nr. 129 lögð fram.
14. Aðaltorg - nýtt deiliskipulag (2024080041)
Ingvar Eyfjörð frá Aðaltorgi mætti á fundinn og lagði fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Aðaltorg. Meginatriði deiliskipulags er heildarbyggingarmagn í 100.000 m² fyrir verslun og þjónustu með heimild fyrir 450 íbúðum, þar af 138 þjónustu- og öryggisíbúðum fyrir eldri borgara. Óskað er heimildar til að auglýsa tillögu að deiliskipulagi samtímis tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæði M12 Aðaltorg.
Alexander Ragnarsson vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Taka þarf mið af innviðauppbyggingu í þróunarsamningi.
Fylgigögn:
Deiliskipulagsuppdráttur
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. nóvember 2024.