Líf og fjör á 17. júní í Reykjanesbæ
10.06.2020
Fréttir
Það verður fjör í bænum á 17. júní í ár þrátt fyrir að gera hafi þurft breytingar í ljósi tilmæla frá Almannavörnum til sveitarfélaga um fjöldatakmarkanir. Segja má að dagskrá verði bæði með hefðbundnu og óhefðbundnu sniði að þessu sinni og er það von bæjaryfirvalda að fólk taki höndum saman um að eiga góðan dag með fjölskyldu, nágrönnum og vinum og njóti þess sem í boði er.