Starfslok og starfsafmælisfögnuður

Fimmtudaginn 1. febrúar var haldin samkoma til handa þeim sem náðu 25 ára starfsaldri á síðasta ár sem og þeim sem luku störfum á árinu 2023 vegna aldurs. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og Guðný Birna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar, buðu til kaffisamsætis á Hótel Keflavík í nafni Reykjanesbæjar.
Lesa fréttina Starfslok og starfsafmælisfögnuður

Útboð - Raflagnir 1. áfangi – Holtaskóli

Útboðsgögn eru tilbúin. Þeir sem áhuga hafa á að bjóða í verkið Raflangir 1. áfangi  Holtaskóli Reykjanesbæ, geta fengið þau send með því að senda ósk þar um á omr@omr.is.
Lesa fréttina Útboð - Raflagnir 1. áfangi – Holtaskóli
Hera Ósk Einarsdóttir, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Kjartan Már Kj…

Samningur um foreldranámskeið fyrir flóttafólk undirritaður

Á dögunum undirritaði Kjartan Már bæjarstjóri og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra samning um styrk við gerð foreldrafærninámskeiðs fyrir flóttafólk í sveitarfélaginu í samstarfi við Barna- og fjölskyldustofu.
Lesa fréttina Samningur um foreldranámskeið fyrir flóttafólk undirritaður

Breytingar á innheimtu vegna hirðu og meðhöndlun úrgangs í Reykjanesbæ

Á næstu dögum verða sendir út álagningarseðlar til íbúa Reykjanesbæjar. Eins og undanfarin ár verða gjöld vegna hirðu og meðhöndlunar úrgangs innheimt samhliða. Sú breyting hefur orðið á að nú er innheimt eftir því rúmmáli sem íbúar hafa til umráða við sín hús en ekki föst gjöld.
Lesa fréttina Breytingar á innheimtu vegna hirðu og meðhöndlun úrgangs í Reykjanesbæ

Börn og ungmenni geta núna tilkynnt sjálf til barnaverndar

Sem hluti af innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur verið innleiddur tilkynningarhnappur í allar spjaldtölvur grunnskóla Reykjanesbæjar.
Lesa fréttina Börn og ungmenni geta núna tilkynnt sjálf til barnaverndar

Vilt þú sækja um styrk í spennandi menningarverkefni?

Vilt þú sækja um styrk í spennandi menningarverkefni? Auglýst eftir umsóknum í Menningarsjóð Reykjanesbæjar Auglýst er eftir umsóknum um tvenns konar styrki sjóðsins. Annars vegar er um að ræða þjónustusamninga við menningarhópa og hins vegar verkefnastyrki til menningartengdra verkefna. Umsóknum þarf að skila rafrænt í síðasta lagi 11. febrúar nk. í gegnum Mitt Reykjanes. Eftir innskráningu er smellt á Umsóknir á forsíðu og svo á viðeigandi umsókn undir Stjórnsýsla – Menningarmál.
Lesa fréttina Vilt þú sækja um styrk í spennandi menningarverkefni?
María Petrína Berg

María Petrína Berg ráðin leikskólastjóri nýs leikskóla við Drekadal

María Petrína Berg hefur verið ráðin leikskólastjóri nýs leikskóla við Drekadal í Reykjanesbæ.
Lesa fréttina María Petrína Berg ráðin leikskólastjóri nýs leikskóla við Drekadal

Lumar þú á góðri afmælishugmynd?

Viltu taka þátt í að halda upp á 30 ára afmæli sveitarfélagsins? Opnað hefur verið fyrir umsóknir í afmælissjóð Reykjanesbæjar.
Lesa fréttina Lumar þú á góðri afmælishugmynd?

Umferðaröryggi í Reykjanesbæ

Reykjanesbær vinnur nú að umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið. Markmið áætlunar er að búa til aðgerðaráætlun til að vinna að bættu umferðaröryggi í bænum, fækka slysum og auka lífsgæði bæjarbúa sem og annarra sem ferðast um bæinn.
Lesa fréttina Umferðaröryggi í Reykjanesbæ
Þrumandi þrettándagleði!

Þrumandi þrettándagleði!

Þrettándagleði verður haldin í Reykjanesbæ laugardaginn 6. janúar 2024. Hátíðin hefst kl. 17:00 með blysför frá Myllubakkaskóla þar sem gengið verður í fylgd álfakóngs, drottningar og hirðar þeirra að hátíðarsvæði við Hafnargötu 12. Foreldrar eru hvattir til að leyfa börnunum að taka virkan þátt í gleðinni með því að klæða sig upp í ýmis gervi, jafnvel púkagervi en einnig hvetjum við fólk til að mæta með luktir í blysförina til að lýsa upp gönguna.
Lesa fréttina Þrumandi þrettándagleði!