49. fundur

11.06.2024 14:00

49. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. júní 2024, kl. 14:00

Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Sveindís Valdimarsdóttir.

Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Magnús Einþór Áskelsson boðaði forföll. Sveindís Valdimarsdóttir sat fundinn fyrir hann.

1. Fundargerð Samtakahópsins (2024030167)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fylgdi fundargerð Samtakahópsins úr hlaði.

2. Snjallsímalausir skólar (2023030312)

Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar rýndi í könnun sem gerð var fyrir skemmstu með starfsfólki grunnskóla varðandi snjallsíma í skólanum.

Að auki var farið yfir gögn frá Akureyri en frá og með næsta hausti verður símafrí í grunnskólum Akureyrar.

Lýðheilsuráð leggur til að þessi mál verði skoðuð nánar hjá Reykjanesbæ.

Fylgigögn:

Tímabil kynslóða 

Símafrí í grunnskólum í byrjun næsta skólaárs hjá Akureyrarbæ

Frétt - Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára 

Niðurstöður könnunar frá starfsfólki grunnskóla

3. Kynning á lýðheilsuvísum í Reykjanesbæ 17. september 2024 (2024050499)

Hafþór Birgisson sagði frá því að fulltrúar frá embætti landlæknis hyggist kynna nýja lýðheilsuvísa í Reykjanesbæ þann 17. september nk. Viðburðurinn verður auglýstur nánar er nær dregur.

Fylgigögn:

Kynning á lýðheilsuvísum á vegum embætti landlæknis

4. Forvarnarmál - hjálmanotkun barna og ungmenna (2024050510)

Kristján Freyr Geirsson varðstjóri forvarna hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum fór yfir fyrirlestur varðandi hjálmanotkun o.fl. sem hann býður upp á í Vinnuskóla Reykjanesbæjar sumarið 2024.

Lýðheilsuráð þakkar fyrir góða kynningu.

Fylgigögn:

Forvarnardagur Vinnuskóla Reykjanesbæjar - kynning

5. Öruggt og ofbeldislaust íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar (2024050522)

Lýðheilsuráð tekur undir áskorun Samanhópsins um mikilvægi samveru fjölskyldunnar og minnir á mikilvægi þess að tryggja öruggt og ofbeldislaust íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar.

Að auki er vert að minna á grunngildin sem eru að leyfa ekki eftirlitslaus partý og sumarbústaðarferðir og alls ekki að kaupa áfengi fyrir börn yngri en 20 ára.

Fylgigögn:

Leyfum ekki eftirlitslaus partý og sumarbústaðaferðir

Kaupum ekki áfengi fyrir ungmenni undir 20 ára aldri

Hvetjum til samveru fjölskyldunnar

Tryggjum öruggt og ofbeldislaust íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar

Tryggjum öruggt og ofbeldislaust íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar

6. Eldhugarnir - mikilvæg lýðheilsumál frá Þorgrími Þráinssyni (2024060070)

Lýðheilsuráð fór yfir 30 mikilvægar hugmyndir frá Þorgrími Þráinssyni sem hann hefur nefnt Eldhugarnir.

Heilræði Þorgríms Þráinssonar eru mikilvæg fyrir allar fjölskyldur að tileinka sér.

Fylgigögn:

Eldhugarnir

7. Vinnuskóli Reykjanesbæjar sumarið 2024 - áherslur forvarna og lýðheilsu (2024020093)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti lýðheilsuráð um áherslur Vinnuskólans sumarið 2024.

Fylgigögn:

Kynning frá Vinnuskóla Reykjanesbæjar sumarið 2024


Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar óskar íbúum Reykjanesbæjar til hamingju með 30 ára afmælið og hvetur bæjarbúa til að taka þátt í skipulögðum viðburðum sem eru haldnir í tilefni afmælisins og hægt er að kynna sér á 30ara.is.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.38. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 20. júní 2024.