53. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. desember 2024, kl. 14:00
Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.
Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
1. Ungmennaráð Reykjanesbæjar - helstu áherslur (2024120104)
Ólafur Bergur Ólafsson umsjónarmaður ungmennaráðs og Eydís Ásla F. Rúnarsdóttir fulltrúi í ungmennaráði mættu á fundinn og fóru yfir áherslumál ungmennaráðs Reykjanesbæjar.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir góða kynningu og færa ungmennaráði kærar þakkir fyrir vel unnin störf á árinu sem er að líða.
Fylgigögn:
Kynning fyrir lýðheilsuráð
Ræður ungmenna til bæjarstjórnar
Ræða ungmenna - var ekki flutt
Ræða ungmenna - var ekki flutt
Símanotkun, svefnleysi og sund
2. Íslenska æskulýðsrannsóknin - vor 2024 (2024120102)
Lýðheilsuráð rýndi í helstu niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem lögð var fyrir nemendur í 4. – 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar. Ljóst er að blikur eru á lofti. Framundan er mikil vinna s.s. foreldrafundir Samtakahópsins í samstarfi við Skúla Braga Geirdal en mjög mikilvægt er að foreldrar, grunnskólar og aðrir fagaðilar taki höndum saman við að komast á rétta braut á ný.
3. Fundargerð Samtakahópsins frá 13. nóvember 2024 (2024030167)
Fundargerð Samtakahópsins lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtakahópsins 13. nóvember 2024
4. Kynning á lýðheilsutilboðum fyrir eldri borgara í Reykjanesbæ (2024050049)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir margvísleg tilboð sem eldri borgurum stendur til boða í Reykjanesbæ.
Fylgigögn:
Kynning á lýðheilsutilboðum eldri borgara
5. Hvatagreiðslur eldra fólks í Reykjanesbæ 2025 (2023050588)
Hvatagreiðslur eldri borgara hafa slegið í gegn hjá íbúum Reykjanesbæjar. Alls hafa 484 einstaklingar nýtt sér hvatagreiðslur á árinu sem er að líða. Yngsti þátttakandinn 67 ára og sá elsti 92 ára.
Lýðheilsuráð minnir á að hvatagreiðslur fyrnast um áramót.
Fylgigögn:
Hvatagreiðslur eldra fólks
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. janúar 2025.