357. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 7. febrúar 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Margrét Lilja Margeirsdóttir deildarstýra umhverfismála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Frosti Kjartan Rúnarsson fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
1. Hönnun gatnamóta Njarðarbrautar, Fitjabakka og Bergáss (2022110639)
Bjarni Þór Karlsson verkefnastjóri framkvæmda sat fundinn undir þessu máli.
Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir frá Eflu mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað og kynnti stöðu hönnunar. Minnisblað Eflu dags. 21.01.2025.
Lagt fram.
Umhverfis- og skipulagsráð fagnar þessari mikilvægu samgöngubót og leggur áherslu á að málið vinnist sem hraðast.
2. Reykjanesbraut - valkostagreining (2024110164)
Bjarni Þór Karlsson verkefnastjóri framkvæmda sat fundinn undir þessu máli.
Kynning á stöðu valkostagreiningar. Minnisblað Vegagerðarinnar.
Lagt fram.
3. Stapabraut - Geirdalur og Heiðarholt - Heiðarendi (2025020053)
Bjarni Þór Karlsson verkefnastjóri framkvæmda sat fundinn undir þessu máli.
Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs hafa fengið ábendingar um hættuleg gatnamót. Lagt er til að Heiðarbraut fái forgang til hægri inn á Heiðarenda en biðskyldumerki verði á Heiðarholti inn á þá leið.
Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs hafa fengið ábendingar um hættuleg gatnamót hér í bæ. Þetta eru gatnamótin Stapabraut/Geirdalur en þar var lagður vegur sem tengdi Stapabraut við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar. Lagt er til að setja stöðvunarskyldu á Geirdalinn en Stapabrautin hafi forgang.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir tillögur að skiltum við Stapabraut-Geirdal og Heiðarholt-Heiðarenda.
Fylgigögn:
Hættuleg gatnamót
4. Svæðisáætlun um skógrækt (2021040047)
Margrét L. Margeirsdóttir deildarstýra umhverfismála kynnti svæðisáætlun um skógrækt, samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Lands og skóga. Áætlunin er liður í loftslagsáætlun sveitarfélagsins og skilgreind aðgerð í aðgerðaáætlun þess í loftslagsmálum. Í upphafi varð ljóst að áætlanir Reykjanesbæjar eru í meginatriðum í samræmi við markmið Lands og lífs, landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt til ársins 2031 og til hliðsjónar aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í málaflokkunum. Því var tekin sú ákvörðun að stinga upp á tilraunaverkefni um áætlanagerðina með sveitarfélaginu, enda myndi þannig verða til reynsla og þekking sem gæti nýst við gerð annarra svæðisáætlana í framtíðinni.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að auglýsa svæðisáætlun um skógrækt og óska eftir athugasemdum hagaðila og almennings.
Fylgigögn:
Svæðisáætlun í landgræðslu og skógrækt í Reykjanesbæ
5. Stefna um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum (2024080039)
Reykjanesbær og Suðurnesjabær leggja fram tillögu að stefnu um starfsmannaíbúðir og gistimöguleika starfsmanna á framkvæmdasvæðum, unna af VSÓ ráðgjöf í maí 2024. Mikil fólksfjölgun hefur verið á Suðurnesjum undanfarin ár og ekki hefur náðst að byggja upp húsnæði í sama takti. Rýming Grindavíkur hefur enn aukið þörfina á að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Mörg störf á Suðurnesjum tengjast ferðaþjónustu og mannvirkjagerð og þar á flugvallarsvæðið mjög stóran hlut. Mörg starfanna eru árstíðabundin. Til að mæta vinnuaflsþörf á svæðinu hefur þurft að sækja erlent vinnuafl. Þessu fylgir aukin eftirspurn á húsnæðismarkaði.
Lagt fram.
Fylgigögn:
Stefna um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum
6. Víkingaheimar - tillaga að lóðarstækkun (2025020051)
Funaberg fasteignafélag leggur fram tillögu um að nýta að hluta lóð er tilheyrir nú Víkingaheimum og að hluta til landsvæði Reykjanesbæjar. Því landsvæði sem ekki yrði nýtt undir byggingar/þróun á lífsgæðakjarnanum yrði haldið sem opið svæði/grænt svæði. Núverandi hús Víkingaheima yrði til framtíðar nýtt til þess að styðja við rekstur á lífsgæðakjarnanum.
Umhverfis- og skipulagsráð fagnar hugmyndum um uppbyggingu lífsgæðakjarna í Reykjanesbæ en umrætt svæði er opið svæði samkvæmt aðalskipulagi bæjarins og hentar ekki fyrir þessa starfsemi. Ósk um lóðarstækkun hafnað.
Fylgigögn:
Víkingaheimar - tillaga að lóðarstækkun
7. Bogatröð 11 - viðbygging (2024050025)
Sótt er um stækkun á atvinnuhúsnæði undir afgreiðslu á 1. hæð samtengt núverandi húsnæði sbr. uppdrætti OMR dags. 1.5.2024
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Fylgigögn:
Bogatröð 11 - viðbygging
8. Trölladalur 1-11 - fyrirkomulag á sorpskýlum (2025020048)
Bjarg íbúðafélag hses. óskar heimildar til að breyta fyrirkomulagi sorpskýla á lóð. Samkvæmt deiliskipulagi á að hafa sorpgeymslur í sameiginlegu sorpgerði á lóðarmörkum. Óskað er eftir að gera frekar stakt skýli fyrir hvert hús sbr. uppdrátt Teikna dags. 13. janúar 2025.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.
Fylgigögn:
Trölladalur 1-11 - fyrirkomulag á sorpskýlum
9. Dvergadalur 7 - fyrirspurn (2025010412)
PH-smíði ehf. sækir um undanþágu fyrir stiga utan byggingarreits upp á efri hæð og færslu á sorpgeymslu sbr. erindi dags. 24.01.2025
Umhverfis- og skipulagsráð hafnar erindinu. Samræmist ekki stefnu skipulagsins.
Fylgigögn:
Dvergadalur 7 - fyrirspurn
10. Keilisbraut 746 (2022040360)
Heimstaden ehf. sækir um fjölgun um tvær smáíbúðir og fjölgun bílastæða sbr. uppdrætti OMR verkfræðistofu ehf. dags. 4. apríl 2022. Fjölbýlishús með 46 smáíbúðum. Keilisbraut 745, 26 íbúðir og 746, 46 íbúðir eru á sameiginlegri lóð alls 72 íbúðir. Bílastæðahlutfall er 1,5. Á lóðinni verði samtals 110 bílastæði.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Fylgigögn:
Keilisbraut 746
11. Berghólabraut 3 (2025010548)
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun vatnstökuholu á lóðinni Berghólabraut 3.
Tryggja þarf að sjótakan hafi ekki áhrif á ferskvatnslinsuna. Erindi frestað.
Fylgigögn:
Berghólabraut 3
12. Metanólframleiðsla - umsagnarbeiðni (2024080024)
Fyrirhuguð framkvæmd felst í því að framleiða metanól á lóð sem er innan Auðlindagarðsins við Reykjanesvirkjun. Fyrirhuguð framkvæmd er við hlið fyrirhugaðrar vetnis- og metanframleiðslu á sama svæði. Framkvæmdaaðili er SWISS GREEN GAS INTERNATIONAL (SGGI).
Umhverfis- og skipulagsráð f.h. Reykjanesbæjar telur að nægilega sé gerð grein fyrir þeim þáttum sem að sveitarfélaginu snúa og gerir ekki athugasemd við niðurstöðu umhverfismats. Helstu neikvæðu áhrifin eru á ásýnd lands og jarðmyndanir en að mestu innan lóðar. Til þess ber að líta að áhrifin eru innan svæðis með skilgreindri landnotkun sem iðnaðarsvæði. Verksvið Reykjanesbæjar er veiting byggingar- og framkvæmdaleyfis.
Gunnar Felix Rúnarsson (U) situr hjá.
Fylgigögn:
Framleiðsla á grænu metanóli í auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun
13. Frístundasvæði við Breiðagerðisvík Vogum - nýtt deiliskipulag (2025020091)
Sveitarfélagið Vogar óskar umsagnar vegna deiliskipulagstillögu fyrir frístundasvæði við Breiðagerðisvík.
Reykjanesbær gerir ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna enda liggur skipulagssvæðið ekki að sveitarfélagamörkum.
Fylgigögn:
Frístundasvæði við Breiðagerðisvík Vogum
14. Brekadalur 40 - umsókn um lóð (2025010396)
Svanur Þór Mikaelsson sækir um lóðina Brekadalur 40.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.
15. Brekadalur 40 - umsókn um lóð (2025010385)
Nguyet Minh Thi Nguyen sækir um lóðina Brekadalur 40.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.
16. Fuglavík 19 - umsókn um lóð (2025010531)
Fanir Byggingarfélag ehf. sækir um lóðina Fuglavík 19.
Lóðarumsókn samþykkt.
17. Fundargerð skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar 27. janúar 2025 (2025020088)
Fundargerð skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.22. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. febrúar 2025.