Malbiksviðgerðir við Grænásveg og Garðskagaveg

Í dag, miðvikudaginn 28.ágúst verður unnið að malbiksviðgerðum frá hringtorgi við Grænásveg og að Garðskagaveg. Akrein til norð-vestur (í átt að Keflavíkurflugvelli) verður opin en akrein til suð-austurs (frá Keflavíkurflugvelli) verður lokuð en hjáleið verður í samræmi við meðfylgjandi lokunarplan.…
Lesa fréttina Malbiksviðgerðir við Grænásveg og Garðskagaveg

Þjónustukönnun Byggðastofnunar

Nú stendur yfir þjónustukönnun á vegum Byggðastofnunar sem Maskína framkvæmir meðal íbúa um land allt, utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið könnunarinnar er að rannsaka þjónustusókn íbúa og væntingar þeirra til breytinga á þjónustu. Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að taka virkan þátt í könnuninn…
Lesa fréttina Þjónustukönnun Byggðastofnunar

Íbúar hvattir til að fylgjast með loftgæðum

Um hádegi á morgun mánudag er gert ráð fyrir að vindátt snúist og mengun frá gosinu leggi yfir Reykjanesbæ. Þá hafa gróðureldar einnig kviknað og jafnframt búast við brunalykt af þeim sökum. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með loftgæðum inni á loftgaedi.is á meðan á gosinu stendur og skoða styr…
Lesa fréttina Íbúar hvattir til að fylgjast með loftgæðum

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Reykjanesbæjar

Reykjanesbær hefur ákveðið að bjóða öllum grunnskólanemendum gjaldfrjálsar skólamáltíðir á skólaárinu. Þetta þýðir að foreldrar þurfa ekki lengur að greiða fyrir skólamáltíðir barna sinna þar sem sveitarfélagið mun standa straum af kostnaðinum að fullu. Skráning í mataráskrift Foreldrar þurfa áfra…
Lesa fréttina Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Reykjanesbæjar

Kynningarfundur um almyrkva 2026

Í dag var haldinn kynningarfundur í Hljómahöll þar sem Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes jarðvangur kynntu almyrkva sem verður á Íslandi þann 12. ágúst 2026. Mikill áhugi ríkir meðal ferðamanna víða um heim á að upplifa þennan einstaka atburð, og hafa ferðaskrifstofur þegar hafið sölu á sérstöku…
Lesa fréttina Kynningarfundur um almyrkva 2026
Um 350 starfsmenn grunnskólanna sóttu ráðstefnuna

Farsæld og fjölbreytileiki - Endurmenntunarráðstefna skrifstofu menntasviðs

Hin árlega endurmenntunarráðstefna skrifstofu menntasviðs fyrir kennara og stjórnendur grunnskólanna var haldin í Hljómahöll þriðjudaginn 13. ágúst. Þrjú ólík erindi voru á dagskrá sem fjölluðu meðal annars um breytingar og streitu, forvitni og sköpun og leiðir sem eru færar til að styðja við nemend…
Lesa fréttina Farsæld og fjölbreytileiki - Endurmenntunarráðstefna skrifstofu menntasviðs

Skólasetning grunnskóla

Nú líður senn að því að nemendur grunnskóla Reykjanesbæjar hefji störf. Fimmtudaginn 22. ágúst og föstudaginn 23. ágúst eru skólasetningar en nánari upplýsingar fyrir hvern skóla eru birtar á heimasíðum þeirra. Um 260 fyrstu bekkingar eru nú að hefja grunnskólanám og taka sín fyrstu skref inn í grun…
Lesa fréttina Skólasetning grunnskóla

Reykjanesbær endurgeldur greiðann og býður í sund

Reykjanesbær býður íbúum í Hafnarfirði, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Norðlingaholti, Breiðholti, Hólmsheiði og Almannadal að nýta sér glæsilega aðstöðu í Vatnaveröld án endurgjalds á meðan heitavatnslaust verður á þessum svæðum frá mánudagskvöldi 19. ágúst til miðvikudagsins 21. ágúst vegna viðgerð…
Lesa fréttina Reykjanesbær endurgeldur greiðann og býður í sund

Lokun Þjóðbrautar

Mánudaginn 12.ágúst hefjast framkvæmdir á Þjóðbraut, frá hringtorgi við enda Skólavegs og að hringtorgi við Reykjanesbraut. Nauðsynlegt að loka fyrir bílaumferð í báðar áttir á meðan á framkvæmdum stendur. Viðeigandi merkingar verða settar upp.
Lesa fréttina Lokun Þjóðbrautar

Malbikunarframkvæmdir á Hringbraut og Aðalgötu

Föstudaginn 9. ágúst verður malbikað bæði Hringbraut og Aðalgötu og er verktími framkvæmdanna frá 9:00-19:00. Köflunum verður lokað og umferð beint um hjá leiðir. Hringbrautin afmarkast af Aðalgötu og Vesturgötu en Aðalgata afmarkast af Hringbraut og Kirkjuvegi.
Lesa fréttina Malbikunarframkvæmdir á Hringbraut og Aðalgötu